fbpx

Mikil umræða hefur átt sér stað í þjóðfélaginu undanfarið um viðbrögð skóla varðandi kynferðisofbeldi. Hlutverk skóla í þeim málum er f.o.f. að vinna að forvörnum og hlúa og vinna að hagsmunum nemenda eins og lög um framhaldsskóla kveða á um. 

Hér í FVA er hægt að tilkynna á vef skólans eða hafa samband við námsráðgjafa á skrifstofutíma eða stjórnanda hvenær sem er. Virk viðbragðsáætlun er í gildi sem síðast var endurskoðuð í október 2021 og er í árlegri endurskoðun. Þriðjudaginn 18. október var góður fundur á vegum ráðuneytis í Reykjavík þar sem voru fulltrúar frá skólanum og NFFA. Þann 20. október kom saman teymi í FVA sem hefur það hlutverk að stuðla að fræðslu, forvörnum og upplýsingagjöf i þessum málaflokki.

Minnt er á ábendingarhnappinn á vef skólans.

Bent er á að neyðarlínan hefur þróað 112 app sem er auðvelt að nota og tengir beint við ofbeldisgátt Neyðarlínunnar.  Þar er hægt að fá samband við neyðarvörð í gegnum netspjall, auk þess að það er tenging við netspjall hjálparsíma Rauða krossins 1717 og hjúkrunarfræðings hjá Heilsuveru. 

Á ofbeldisgáttinni er mikið af upplýsingum um birtingarmyndir ofbeldis og þau úrræði sem eru til staðar, sbr. t.d. Fyrir unglinga (112.is).

Sjúkt spjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndunum sínum, samskiptum eða ofbeldi. Spjallið er fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum. Spjallið opnarðu með því að smella á græna hringinn niðri í hægra horninu.

Neyðarlínan tekur við tilkynningum til barnaverndar og lögreglu í gegnum 112 símanúmerið, netspjallið og í gegnum 112 appið.