fbpx

Vika sex / sjötta vika á hverju ári er jafnan haldin hátíðleg í FVA út frá þema um alhliða kynfræðslu. Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir verkefninu og unglingar kjósa þema hverju sinni. Þemað í ár var líkaminn og kynfærin. 

Vika 6 byggir á tilmælum UNESCO um alhliða kynfræðslu þar sem lögð er áhersla á allar hliðar kynheilbrigðis; andlegar, tilfinningalegar, líkamlegar og félagslegar.

Vikunni  lauk sl fimmtudag með Blush-bingói sem var fjölsótt og tókst vel. M.a. var í boði þessa vikuna fyrirlestur um endó, fræðsla frá Stígamótum og bíókvöld auk óvæntra minni viðburða. Smokkar fengust gefins og sleikipinnum var dreift við mikinn fögnuð. Takk þið öll sem komið að skipulagningu og framkvæmd þessar lærdómsríku viku!