fbpx

Fyrr í vetur gengu, hlupu, hjóluðu og syntu 182 nemendur og starfsmenn FVA heila 4400km, alla leiðina til Tene. Nú er okkur ekki til setunnar boðið, vorið kallar og við ætlum heim.

Við viljum hvetja nemendur og starfsmenn til þátttöku í þessu skemmtilega hreyfiverkefni með okkur. Það er einfalt að taka þátt, bara skrá sig í klúbbinn okkar á Strava og fara út að hreyfa sig 😊 Á leiðinni verða í boði vinningar og skemmtilegar uppákomur. Við söfnum líka áheitum fyrir Björgunarfélag Akraness!

  • Verkefnið hefst mánudaginn 12. apríl og stendur yfir til 12. maí
  • Markmiðið er að komast 4000km á einum mánuði
  • Allir í FVA geta tekið þátt!
  • Öll hreyfing utandyra telur, t.d. ganga, hlaup, sund og hjólreiðar.
  • Búið er að stofna lið fyrir starfsfólk og nemendur í appinu Strava og með því að skrá hreyfinguna þar getum við haldið utan um vegalengdina. Athugið að þetta er sama lið og síðast, þau sem tóku þátt síðast þurfa því ekki að skrá sig aftur 😉
  • Muna að hafa appið stillt á RUN, sama hvort verið er að hlaupa, ganga, hjóla eða synda. Annars teljast kílómetrarnir víst ekki með í söfnuninni okkar – þótt öll hreyfing sé að sjálfsögðu af hinu góða.
  • Teljarinn í Strava núllast á miðnætti á sunnudagskvöldum – og þá kemur í ljós hver á flesta kílómetra í vikunni!
  • Appið er sótt hér: Android IOS
  • Í Strava er hægt að velja EXPLORE – Clubs og finna liðið okkar sem heitir einfaldlega: HEIM FRÁ TENE
  • Leiðbeiningar um það hvernig skrá skal hreyfingu í Strava.

Við söfnum ekki aðeins kílómetrum heldur einnig áheitum og hvetjum einstaklinga og fyrirtæki til að heita á okkur með frjálsum framlögum. Öll áheit munu renna óskert til Björgunarfélags Akraness þegar verkefninu lýkur.

Áheit: 0133-15-405 kt. 681178-0239