fbpx

Fimmtudaginn 24. október er Westside í Borgarnesi. Það er viðburður sem haldinn er á hverju ári með nemendum í FVA, MB og FSN.
Þetta er valfrjáls viðburður á vegum NFFA, þar sem nemendur etja kappi í hinum ýmsu íþróttagreinum og svo er ball um kvöldið.


Brottför frá FVA kl.15:00 fimmtudaginn 24.okt (þeir sem skráðir eru í rútu fá leyfi í síðasta tíma).
Íþróttakeppni hefst í íþróttahúsinu í Borgarnesi kl.16:30 -18:30.
Kl 19:00 er spurningakeppni á milli skólanna í MB.
Við höldum svo til í MB fram að balli sem byrjar kl. 21:00 og lýkur kl.00:00. Þá er haldið heim á leið.


Nemendur okkar sjá sjálf um sig í mat, nóg af stöðum í kringum skólann til að skjótast í og fá sér í gogginn.
Miðasala á ballið er hjá okkur í NFFA og hefst í dag. Skráning í rútu á skrifstofu skólans, drífa sig!


Allir nemendur sem ekki hafa náð 18 ára aldri skulu fara með rútunni.  Nemendur sem eru 18+ eru hvattir til nýta sér rútuna.


Almennar skólareglur gilda í ferðinni, ef nemandi er uppvís af broti af einhverju tagi þá gilda sömu reglur og á viðburðum hjá okkur: Ef nemandi er undir 18 ára er haft samband við foreldra sem þurfa að sækja viðkomandi en ef nemendi er 18+ er viðkomandi vísað af viðburðinum. Öll mál fara í ferli til skólameistara.

Miðasala og skráning í rútu fer fram í þessari viku.
 

Kostnaður: Miði á ballið 5.500 kr. Rúta 2.000kr. greiðist á skrifstofu við skráningu.