fbpx

Á mánudag og þriðjudag voru tveir fulltrúar á vegum Menntamálastofnunar og ráðuneytis hér í skólanum til að sinna reglubundnu ytra mati í FVA. Það eru þau Margrét Friðriksdóttir og Unnar Örn Þorsteinsson en þau eru vanir matsmenn, sjá skýrslur úr öðrum framhaldsskólum á vef MMS. Skipað var í rýnihópa og tekin viðtöl o.fl. sem þarf til að leggja mat á starfsemi skólans. Margar raddir fá að heyrast eins og sjá má hér af fundaskipaninni. Takk fyrir þið öll sem lögðuð ykkar af mörkum og takk fyrir komuna ágætu matsmenn, við hlökkum til að sjá skýrsluna!