fbpx

Okkur miðar vel í hreyfiverkefninu Heim frá Tene, en kl. 11 í morgun var vegalengdin komin upp í heila 2078 km. Markmiðið er að ná 4000 km fyrir 12. maí og erum við því rétt undir áætlun.

Enn er hægt að bætast í hópinn, við fögnum hverjum kílómetra sem safnast í hús og viljum endilega fá alla nemendur og starfsmenn með í liðið okkar á Strava.

Leiðbeiningar vegna þátttöku er að finna hér og hægt er að fylgjast með kílómetrasöfnuninni á upplýsingaskjánum.

Við söfnum ekki aðeins kílómetrum heldur einnig áheitum og hvetjum einstaklinga og fyrirtæki til að heita á okkur með frjálsum framlögum. Öll áheit munu renna óskert til Björgunarfélags Akraness þegar verkefninu lýkur.

Áheitareikningurinn er: 0133-15-405 kt. 681178-0239