fbpx

Á fimmtudagskvöld fer fram árshátíð nemendafélags FVA og verður hátíðin haldin í sal skólans frá kl.18-20 þar sem verður boðið upp á mat og skemmtiatriði.  Húsið opnar kl 17.30. Auddi Blö og Steindi jr. sjá um veislustjórn og er spáð miklu fjöri.

Kl 22-01 er dansinn stiginn á Gamla Kaupfélaginu. Öflug gæsla er á ballinu.

Minnt er á að skólareglur FVA gilda (hér eiga einkum við gr. 5.-7.) og viðurlög í handbók NFFA.

Foreldrar/forráðamenn nemenda eru hvattir til að ræða forvarnir við ungmennin sín. Einnig er því veint til foreldra og forráðamanna að leyfa ekki eftirlitslaus partý hvorki fyrir, á milli skemmtana eða eftir ball fyrir nemendur undir lögaldri.

Á ballinu er hægt að fá að blása í áfengismæli og með því komast í Edrúpott og eiga möguleika á útdrætti og verðlaunum frá nemendafélaginu.

Skemmtum okkur fallega!