fbpx

Í dag var brautskráning frá FVA þrátt fyrir ófærð og illviðri. Alls útskrifuðust 54 nemendur frá skólanum af sex námsbrautum.

19 útskriftarnemendur luku burtfararprófi í húsasmíði, einn nemandi lauk bæði burtfararprófi í húsasmíði og viðbótarnámi til stúdentsprófs. Sjö luku burtfararprófi úr rafvirkjun, tveir nemandur luku bæði burtfararprófi í rafvirkjun og viðbótarnámi til stúdentsprófs. 18  luku burtfararprófi af sjúkraliðabraut, einn nemandi lauk burtfararprófi úr vélvirkjun og alls 8 nemendur luku stúdentsprófi. Kristinn Benedikt Gross Hannesson lauk námi í rafvirkjun með glæsilegum árangri á öllum sviðum og tók á móti viðurkenningu frá skólanum.

Tónlistarskóli Akraness, Matthías Matthíasson og Hallgrímur Ólafsson fluttu tónlist við athöfnina og fulltrúi útskriftarnema, Anita Ruebberdt, nýútskrifaður húsasmiður, hélt ræðu.

Innilega til hamingju öll með daginn ykkar!

Annáll er alltaf skrifaður á hverri önn, hann er kominn á vef skólans og þar má lesa um það helsta sem á dagana hefur drifið á haustönninni hjá okkur.

Í ræðu sinni við brautskráninguna talaði skólameistari um þrennt sem hver og einn getur gert til að gera heiminn aðeins betri fyrir okkur öll.

Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og dugnað í námi:

Andri Þór Einarsson, viðurkenning frá Íslandsbanka

Árni Salvar Heimisson, viðurkenning frá Tölvuþjónustunni

Bragi Benteinsson, viðurkenning frá FVA

Daníel Friðriksson, viðurkenning frá SF smiðum

Daníel Ingi Ragnarsson, viðurkenning frá Sjóvá

Einar Jóhannes Ingvason, viðurkenning frá SF smiðum

Elín Björg Jónsdóttir, viðurkenning frá Soroptimistaklúbbi Akraness

Grímur Kristinsson, viðurkenning frá BM Vallá

Hilmar Ásu Hansson Jensen, viðurkenning frá FVA

Kristinn Benedikt Gross Hannesson, viðurkenning frá Verkalýðsfélagi Akraness og Pennanum Eymundsson

Tómas Beck, viðurkenning frá Trésmiðjunni Akri

Ávarp skólameistara má finna hér.