Slagorðið í fyrirsögninni var valið fyrir gulan september. Það vísar til samkenndar, þess að láta sig náungann varða og hlúa saman að geðheilsunni.
- Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því leitaðu þá hjálpar.
- Ef þú hefur áhyggjur af ástvini/vini/vinnufélaga ræddu það við viðkomandi.
- Það hjálpar að deila líðan sinni með öðrum.
Við mætum í gulu þriðjudaginn 10. september til að leggja áherslu á alþjóðlegan forvarnardag gegn sjálfsvígum. Í FVA er almennt lögð áhersla á geðrækt og geðheilbrigði, hugarfar grósku, heilsueflingu og gott félagslíf bæði nemenda og starfsfólks. Við virðum samskiptasáttmálann, heilsumst glaðlega og eigum alltaf stund fyrir spjall og samveru.