fbpx

Þá er komið að því! Næsta mánuðinn, 15. janúar til 15. febrúar, ætlum við í FVA að ganga til góðs og við setjum markið hátt. Markmið okkar er að ganga, hlaupa, hjóla og synda heila 4000 km, sem jafngildir vegalengdinni frá Akranesi til Tenerife. Þegar verkefninu lýkur kolefnisjöfnum við „flugferðir“ allra nemenda og starfsmanna FVA til Tenerife. Þannig sláum við tvær flugur í einu höggi: hreyfum okkur og höfum góð áhrif á umhverfið.

Allir í FVA geta tekið þátt með því að fara reglulega út að hreyfa sig. Öll hreyfing utandyra telur, t.d. ganga, hlaup, sund og hjólreiðar. Búið er að stofna lið fyrir starfsfólk og nemendur í appinu Strava og með því að skrá hreyfinguna þar getum við haldið utan um vegalengdina.

Appið er sótt hér: Android | IOS

Í Strava er hægt að velja EXPLORE – Clubs og finna liðið okkar sem heitir einfaldlega: FVA gengur til TENE.

Leiðbeiningar um það hvernig skrá skal hreyfingu í Strava.

Við söfnum ekki aðeins kílómetrum heldur einnig áheitum og hvetjum einstaklinga og fyrirtæki til að heita á okkur með frjálsum framlögum. Öll áheit munu renna óskert til Skógræktarfélags Akraness þegar verkefninu lýkur.

Áheit: 0133-15-405 kt. 681178-0239