fbpx

Góðir farþegar! Næsta mánuðinn, 14. janúar til 14. febrúar, ætlum við í FVA að vinna að sameiginlegu hreyfiverkefni og við setjum markið hátt. Markmið okkar er að ganga, hlaupa, hjóla og synda heila 4000 km, eða því sem jafngildir vegalengdinni frá Akranesi til Tenerife. Við gerðum þetta fyrir ári síðan og þá tóku yfir 200 nemendur og starfsmenn þátt. Það verða verðlaun í boði NFFA fyrir flesta kílómetra í hverri viku og aðrar skemmtilegar uppákomur á leiðinni.

Allir í FVA geta tekið þátt með því að fara reglulega út að hreyfa sig. Öll hreyfing utandyra telur, t.d. ganga, hlaup, sund og hjólreiðar. Búið er að stofna lið fyrir starfsfólk og nemendur í appinu Strava og með því að skrá hreyfinguna þar getum við haldið utan um vegalengdina.

Appið er sótt hér: Android IOS

Í Strava er hægt að velja EXPLORE – Clubs og finna liðið okkar sem heitir einfaldlega: Göngum til TENE.

Leiðbeiningar um það hvernig skrá skal hreyfingu í Strava. Bara muna að til að hreyfingin teljist með þarf víst að stilla æfinguna á „Run“ – jafnvel þótt verið sé að ganga, hjóla eða synda.

Endilega opnið Strava og gangið í klúbbinn – við leggjum svo af stað á föstudaginn.