fbpx

Í dag hefst innritun í framhaldsskóla landsins og er hún með breyttu sniði í ár. Fallið hefur verið frá forinnritunartímabili, en tímabil innritunar nýnema hefur verið lengt í 6 vikur. Umsóknartímabilin eru sem hér segir:

  • Innritun fyrir eldri nemendur í dagskóla: Innritunartímabil er 15. mars – 22. apríl
  • Innritun fyrir nemendur sem útskrifast úr 10. bekk: Innritunartímabil er 25. apríl – 10. júní.
  • Innritun í dreifnám: Innritunartímabil er 1. – 31. maí.

Nám í dagskóla á haustönn 2022:
Hægt er að innritast á allar bók- og verknámsbrautir í dagskóla. Sótt er um á menntagátt.is. Umsóknir um heimavist fara fram í Innu.

Dreifnám á haustönn 2022:
Hægt er að innritast í dreifnám í húsasmíði, vélvirkjun, sjúkraliðabraut og á félagsliðabraut. Sótt er um á menntagátt.is. Við afgreiðslu umsókna nemenda í dreifnám gerir skólinn fyrirvara um inntöku m.a. vegna hópastærða og mats á fyrra námi.