fbpx

Þessa dagana fer í gang starfsumhverfiskönnunin Stofnun ársins en tilgangur hennar er að styrkja starfsumhverfið. Könnunin veitir ítarlegar upplýsingar um styrkleika og áskoranir sem nýtast til umbóta á okkar góða vinnustað. 

Við í FVA getum sannarlega glaðst yfir niðurstöðum úr könnuninni undanfarin ár. Bæði hefur þátttaka starfsfólks FVA verið afar góð sem er frábært og þakkarvert! Einnig höfum við hækkað okkur hressilega í einkunn. Við stukkum upp í 3,98 strax vorið 2020 sem er í þessu samhengi risastökk, því skalinn er upp í 5. Síðan fengum við í 4,2 árið eftir og í síðustu könnun 2022 tókst okkur að halda í árangurinn með 4,21 en auðvitað þráum við að hækka í a.m.k. 4,3 (sjá hér um þróun einkunna).

Það er góð venja og í anda okkar samskiptasáttmála að ef eitthvað má betur fara hjá okkur í skólanum er skólameistari látinn vita strax svo hægt sé að bregðast við og bæta úr.

Þetta finnst nemendum FVA um skólann sinn: