fbpx

Afreksíþróttir

Afreksíþróttasvið við FVA er samstarfsverkefni FVA, íþróttafélaga á Akranesi og Akranesbæjar. Sviðið er hugsað fyrir nemendur sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína samhliða námi í skólanum.

Þær íþróttagreinar sem nú standa nemendum á afreksíþróttasviði til boða eru (með fyrirvara um fjölda umsókna í greinarnar):

  • badminton
  • fimleikar
  • golf
  • karate
  • keila
  • klifur
  • knattspyrna
  • kraftlyftingar
  • körfubolti
  • sund

Samhliða íþróttaiðkun með íþróttafélagi þá stunda nemendur æfingar á skólatíma tvisvar sinnum í viku auk þrekþjálfunar og annarrar fræðslu er tengist íþróttaiðkun. Öll kennsluaðstaða á afreksíþróttasviði er til fyrirmyndar, t.d. fjölnota íþróttahöll, þreksalur, íþróttasalur, sundlaug og keilusalur. Á hverri önn fá nemendur 5 einingar fyrir þátttöku á afreksíþróttasviði og koma afreksáfangar í stað eininga í íþróttum og frjálsu vali á námsbrautum skólans. Góð næring er afreksíþróttafólki mikilvæg. Hjá FVA er starfrækt mötuneyti í nafni Heilsueflandi framhaldsskóla og stendur nemendum á afreksíþróttasviði til boða að kaupa máltíðir þar á lægsta mögulega verði hverju sinni.

Kostnaður vegna námsgagna, fatnaðar og þjálfunar á afreksíþróttasviði er 40.000 á önn. Einnig er gerð krafa um að nemendur á afreksíþróttasviði setji námið og íþróttaiðkun sína í fyrsta sæti og neyti því engra vímuefna ásamt því að vera með a.m.k. 85% skólasókn. Nemendur sækja rafrænt um nám í skólanum en umsóknareyðublað um afreksíþróttasviðið er að finna hér – Umsókn um afreksíþróttasvið

Frekari upplýsingar um sviðið

Allar upplýsingar gefur:
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
Verkefnastjóri afreksíþróttasviðs FVA
Netfang: hildurkaren@fva.is
Sími 433 2500    

Þjálfarar og starfsfólk á afreksíþróttasviði: 

NafnStarf-
Aron Ýmir PéturssonÞjálfari - KnattspyrnaFVA
Áslaug GuðmundsdóttirBókleg kennslaFVA
Birkir Þór BaldurssonÞjálfari - GolfFVA
Dean Martin StyrktarþjálfariFVA
Gísli Freyr BrynjarssonÞjálfari - KnattspyrnaFVA
Guðmunda Ólafsdóttir Framkvæmdastjóri ÍAGuðmunda
Guðmundur SigurðssonÞjálfari - KeilaFVA
Harpa Rós BjarkadóttirÞjálfari - FimleikarFVA
Hildur Karen AðalsteinsdóttirVerkefnastjóriFVA
Jóhann P. HilmarssonStyrktarþjálfariFVA
Kevin Iversen Þjálfari - FimleikarFVA
Kjell WormdalÞjálfari - SundKjell
Óskar Þór ÞorsteinssonÞjálfari - KörfuknattleikurFVA