fbpx

Námsmatsdagar og lokapróf hefjast í næstu viku og stundatöflum hefur verið breytt í INNU í samræmi við það.

Það er góður siður að koma tímanlega til prófs, á auglýsingatöflum við inngangana er hægt að sjá í hvaða stofu prófið er.

Ef nemandi kemst ekki í skólann vegna veikinda á námsmatsdögum skal tilkynna það á skrifstofu skólans í síma 433 2500 fyrir kl. 10. Forráðamenn eiga að tilkynna fyrir nemendur yngri en 18 ára en ekki verður hægt að tilkynna veikindi í Innu.

Hér eru prófreglur skólans: https://fva.is/namid/skolanamskra/profreglur/

Á prófatímanum er mikilvægt að skipuleggja sig vel, reyna að halda rútínu og hugsa vel um sig. Umfram allt að passa upp á svefninn, snúa sólarhringnum ekki við og reyna alla jafna að fá nægan svefn (sem er 8-10 klst fyrir yngri en 18 ára og 7-9 klst fyrir 18 ára og eldri). Og detta ekki í vítahring orkudrykkja og svefnleysis, því koffín er lengi að fara úr líkamanum og það þarf ekki mikið magn til að hafa neikvæð áhrif á svefninn. 

Gott og reglulegt mataræði hefur jákvæð áhrif á einbeitingu og árangur. Einnig er mjög gott fyrir líkama og sál að draga úr löngum kyrrsetum með því að standa reglulega upp og teygja vel úr sér, gera smá æfingar eða fá sér göngutúr.

Gangi ykkur vel.