fbpx

Búið er að opna fyrir val áfanga á  haustönn 2021 og verður það opið til 17. mars. Með því að velja áfanga fyrir næstu önn staðfesta nemendur áframhaldandi nám við FVA á næstu önn.

Að þessu sinni fara valkynningar ekki fram á sal skólans, en allar upplýsingar um valið er að finna á vef skólans fva.is og á Instagram.

Nemendur sem vilja aðstoð við að skrá eða breyta vali geta haft samband við áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjöf. Nýnemar fá aðstoð við valið í umsjónartíma.