Nú er afurð vinnu starfsfólks og nemenda sl. vor við samskiptasáttmála FVA komin á prent: Veggspjöld hafa verið sett upp á veggi hér og þar í húsinu, ýmist risastór eða lítil.
Samskiptasáttmálinn er líka aðgengilegur á vefsíðunni okkar og auðvitað á Instagram.
Við kynntum sáttmálann á skólafundi 25.8. sl., fyrir stjórn NFFA 4.9. sl., aftur á kennarafundi 15.9. og í tp í framhaldi og svo fyrir nemendum í heilsuvikunni, 28.9. sl.
En þetta er ekki búið, því þar sem kynningu sleppir liggur það hjá okkur sjálfum að
- iðka góð samskipti,
- æfa okkur og vera góðar fyrirmyndir og
- halda vörð um þau góðu samskipti sem við viljum að séu einkennandi fyrir okkur í FVA, alla daga – enda skipta góð samskipti máli fyrir góða líðan og gott orðspor