fbpx

Öryggismyndavélar í FVA

Rafræn vöktun með öryggismyndavélum í húsnæði skólans byggir á lögmætum hagsmunum og er metin nauðsynleg í öryggis- og eignavörsluskyni, í þeim tilgangi að varna því að eigur séu skemmdar eða farið um húsnæði skólans í leyfisleysi. Öryggismyndavélarnar eru stilltar þannig að upptaka hefst þegar vél skynjar hreyfingu. Þær eru á eftirtöldum stöðum í húsnæði skólans:

  • Heimavist – anddyri, á göngum og við stigagang (sex vélar) – Heimavistarstjóri getur séð mynd í tölvu í íbúð sinni frá vélum í heimavist í rauntíma en hefur ekki aðgang að upptökunum. Lykill að íbúð vistarstjóra er utan kerfis. 
  • Anddyri aðalinngangs skólans við Vogabraut (tvær vélar)
  • Starfsmannainngangur við Vogabraut (ein vél)
  • Anddyri Vallholtsmegin (ein vél)
  • Rafiðnaðargangur C100 (ein vél)
  • Anddyri milli rafiðnar og tréiðnar (ein vél)
  • Vélasalur tréiðnar T100 (ein vél)
  • Anddyri verknámshúss málmiðnar (ein vél)
  • Vélasalur málmiðnar M100 (ein vél)

Sérstakar merkingar eru settar upp um öryggismyndavélarnar til að gera þeim sem eiga leið um húsnæðið viðvart um vöktunina. Vöktunin er kynnt nemendum og starfsfólki.

Myndefni sem verður til við vöktun er vistað á sérstökum netþjóni. Aðgang að netþjóninum hafa skólameistari, umsjónarmaður fasteigna og kerfisstjóri. Myndefni er aðeins skoðað ef upp koma atvik sem varða eignavörslu eða öryggi, s.s. þjófnaður, skemmdarverk eða slys. Myndefnið geymist að hámarki í 14 daga og eyðist þá sjálfkrafa.

Myndefni sem verður til við vöktun er ekki afhent öðrum og ekki unnið með það nema með samþykki þess sem upptakan er af eða með heimild Persónuverndar. Undantekning frá þessu er að skólameistara er heimilt er að afhenda lögreglu upptökur, varði þær upplýsingar um slys eða refsiverða háttsemi.

Sjá upplýsingar um rafræna vöktun í gæðahandbók FVA.

Einnig er upplýsingar um rafræna vöktun ásamt leiðbeiningum að finna í bæklingi á vef Persónuverndar.

Akranesi 15. ágúst 2023