Nú er vika liðin af Tene-verkefninu okkar og við erum komin vel af stað, staðan í morgun var 639 km. Það er mjög vel gert en betur má ef duga skal – við þurfum að reyna að ná hátt í 1000 km á viku (140 km á dag), til að lenda á Tene 14. feb
Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að skrá sig öll í Strava klúbbinn og taka göngutúr um helgina. Auðvitað má líka hlaupa, hjóla eða synda, öll hreyfing utandyra telur (Bara muna að stilla hreyfinguna á RUN svo hún teljist með í klúbbinn).
Sjá leiðbeiningar um skráningu hér. Einnig er hægt að skrá hreyfinguna handvirkt (velja rauða plúsinn í horninu og svo manual activity).
Allir út, bara klæða sig vel – hver einasti kílómetri telur 😁