fbpx

NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF

Ráðgjafar

Hjá FVA býðst öflug náms- og starfsráðgjöf. Ráðgjafar eru til staðar á jarðhæð í B-álmu og taka vel á móti ykkur!

Viðtalstímar

Hafa samband

Guðrún S. Guðmundsd.
náms- og starfsráðgjafi
gudruns@fva.is
Sími: 4332519 / 8342519

Hafa samband

Bryndís Gylfadóttir
náms- og starfsráðgjafi
bryndisg@fva.is
Sími: 4332518

Made with Padlet

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er fyrst og fremst að vera málsvari og trúnaðarmaður nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra. Hann liðsinnir nemendur í málum sem snerta skólavist þeirra og veitir þeim ráðgjöf um hvernig þeir geti fengið úrlausn sinna mála.

Náms- og starfsráðgjafar:

  • eru málsvarar og trúnaðarmenn nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra
  • aðstoða við gerð námsáætlunar
  • veita ráðgjöf vegna náms- og starfsvals
  • veita upplýsingar um nám og störf
  • leiðbeina um árangursrík vinnubrögð í námi
  • leiðbeina með prófundirbúning og prófkvíða
  • veita ráðgjöf vegna námserfiðleika
  • hjálpa nemendum að finna lausnir á persónulegum málum sem hindra þá í námi
  • veita nemendum stuðning og aðhald í námi skv. óskum
  • eru í samstarfi við foreldra/forráðamenn nemenda yngri en 18 ára
  • hafa samband við kennara og stjórnendur fyrir hönd nemenda ef þess er óskað
  • liðsinna kennurum vegna námsvanda einstakra nemenda
  • fylgjast með námsgengi nemenda sem leita/er vísað til þeirra og gera tillögur til úrbóta gerist þess þörf
  • geta vísað nemendum til annarra fagaðila

Sérúrræði í prófum

Í Fjölbrautaskóla Vesturlands leggjum við kapp á að aðstoða alla nemendur við að ná árangri í námi. Þeir nemendur sem eru með sértæka námerfiðleika eru beðnir um að koma við hjá náms- og starfsráðgjafa okkar til þess að hann geti veitt sem besta þjónustu. Tekið er við umsóknum um sérúrræði í lokaprófum á hverri önn; í nóvember vegna haustannar og í mars/apríl vegna vorannar.

Nemendur sækja um sérrúrræði inná INNU. Eingöngu nemendur með sértæka námserfiðleika geta sótt um sérúrræði.
Sérúrræði í boði eru þessi:

  • upplestur á prófi,
  • próf á lituðum pappír,
  • stækkuð próf (stærra letur, lengra línubil),
  • önnur leturgerð,
  • fámenn stofa,
  • sérstofa,
  • ritari
  • próftaka á tölvu
  • EKKI þarf að sækja um lengdan próftíma. Það fá allir lengdan próftíma.

Ef nemandi telur sig þurfa önnur sérúrræði en talin eru upp hér að ofan, þarf að sækja um þau hjá náms- og starfsráðgjafa. Er það gert í samvinnu við kennara. Náms- og starfsráðgjafi fer yfir allar umsóknir. Því þarf greining að liggja fyrir hjá honum til þess að fá samþykkt sérúrræði. Tilkynning um afgreiðslu umsóknar berst nemendum í INNU og tölvupósti.

Hafi náms- og starfsráðgjafi ekki greiningu frá nemanda sem sótti um sérúrræði eða að nemandinn telur sig eiga að fá sérúrræði af öðrum ástæðum þarf hann að sækja um slíkt hjá náms- og starfsráðgjafa.

Telji nemendur sig þurfa að nýta sérúrræði í öðrum prófum á önninni er það gert í samvinnu við kennara og náms- og starfsráðgjafa. Úrræði í prófum eiga þó fyrst og fremst við lokapróf. Ekki er hægt að tryggja að nemendur fái lengri próftíma í hlutaprófum þar sem þau fara oft fram í kennslustund.

Góð ráð í heimaprófum!

Þarftu að komast í samband við ráðgjafa?
Sendu skilaboð hér:

3 + 15 =