fbpx

Tæplega þrjú ár eru liðin frá því að FVA fékk fyrst vottun á jafnlaunakerfi, þ.e. í mars 2020. Í framhaldi fengum við að skreyta okkur með jafnlaunamerkinu og fórum í gegnum tvær úttektir (des. 2020 og des. 2021) þar sem jafnlaunakerfið okkar stóðst allar kröfur sem jafnlaunastaðinn ÍST 85:2012 gerir til vottaðs jafnlaunakerfis.

Við höfum kappkostað að vanda til verka í öllum þáttum kerfisins og höfum vilja til að láta það gagnast vel til að tryggja jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, óháð kyni, sbr. jafnlaunastefnu FVA. Nú er að hefjast nýr 3ja ára vottunarhringur og þann 8. des. nk. verður kerfið okkar rýnt á ný, frá A til Ö. Úttektarstjóri frá iCert, sem er faggilt vottunarstofa, verður hér í húsi og gerir úttektina.

Gæðaskjöl jafnlaunakerfisins eru aðgengileg öllum í Jafnlaunahandbók FVA sem er í gæðahandbók FVA á vefnum.