Verkefna- og prófadagar hefjast þriðjudaginn 10. desember og lýkur með sjúkraprófum og prófsýningu þann 18. desember. Stundatöflur hafa breyst í Innu og þar er að finna upplýsingar hvar og hvenær á að mæta í kennslu og próf.
Þau sem mæta í lokapróf sjá á nafnalista í anddyri í hvaða stofu þau eiga að mæta. Mikilvægt er að þið kynnið ykkur prófreglur skólans, þær er að finna hér: Prófreglur – Fjölbrautaskóli Vesturlands
Sjúkrapróf og endurtektarpróf eru þann 18. desember kl 9.
PRÓFSÝNING, þar sem hægt er að fara yfir námsmat og skoða prófúrlausnir, er þann 18. desember frá kl 12-13 skv. stofulista. Aðeins þetta eina tækifæri!
Einkunnir: Lokað verður fyrir einkunnir að morgni dags þann 10. desember og opnað aftur á sjúkraprófsdegi kl. 9:15.
Mynd: Kristín Kötterheinrich