fbpx

Velkomin í FVA!

upplýsingar fyrir nýja nemendur

Vegna innritunar á vorönn 2025

Innritun í dagskóla: 1.-30. nóvember

Innritun í dreifnám í húsasmíði: 1.-30. nóvember

Hægt er að sækja um á allar bók- og verknámsbrautir í dagskóla. Sótt er um á innritun.is Þar er einnig hægt að sækja um á heimavist.

Sótt er um nám á afreksíþróttasviði hér.

Frekari upplýsingar um innritun er að finna á innritun.is 

Uppfærð haust 2023 – rýnd í júní 2024

Sjáðu kynningarefni um FVA:

Spurt og svarað um FVA:

Hvar er skólinn staðsettur og hver er opnunartími skiptiborðs?

Skólinn er staðsettur miðsvæðis á Akranesi, á Vogabraut 5

Skiptiborð skólans er opið mánudaga til fimmtudaga klukkan 8:00-12:00 og 12:30-15:00 og föstudaga klukkan 8:00-12:00 og 12:30-14:00

Er bekkjarkerfi eða áfangakerfi í skólanum?

Í skólanum er áfangakerfi, en iðnnámsbrautir eru líkari bekkjarkerfi.

Hver eru inntökuskilyrðin?

Lágmarkshæfnieinkunn á náttúrufræðabraut og í rafvirkjun er B í stærðfræði og C í íslensku. Lágmarkshæfnieinkunn á aðrar verk- og bóknámsbrautir er C í stærðfræði og íslensku. Nánar er sagt frá inntökuskilyrðum í skólanámskránni. 

Hver eru innritunargjöldin í FVA?

Sjá gjaldskrá skólans hér: https://fva.is/thjonusta/gjaldskra/

Hvaða námsbrautir eru í boði?

Í boði eru bóknámsbrautir til stúdentsprófs: náttúrufræðibraut, félagsfræðibraut og opin stúdentsbraut. Opin stúdentsbraut skiptis í íþrótta– og heilsusvið, lista- og nýsköpunarsvið, opið svið, tónlistarsvið, tungumálasvið og viðskipta- og hagfræðisvið.  

Iðn- og verknám: Húsasmíði, vélvirkjun, rafvirkjun, sjúkraliðanám og iðnmeistaranám.

Framhaldsskólabraut og starfsbraut.  

Viðbótarnám til stúdentsprófs eftir iðn- og verknám.  

Bjóðum uppá afreksíþróttasvið samhliða öllum námsbrautum skólans.  

Hvaða námsbrautir eru í boði í dreifnámi?

Við bjóðum uppá nám í húsasmíði, iðnmeistaranám og sjúkraliða í dreifnámi 

Hvað eru margir nemendur í skólanum?

Nemendur eru að jafnaði um 550 talsins.

Þarf ég að senda kynningarbréf með umsókn?

Nei, þess þarf ekki.

Hvernig er námsmatið í skólanum?

Námsmat er breytilegt eftir fögum, en símat er aukast. Það þýðir álagi er dreift jafnt og þétt yfir önnina. Verkefnavinna, einstaklingsog hópaverkefni ásamt hlutaprófum. Lokapróf er í vissum greinum og vægi þeirra oftast undir 50% þar sem heildareinkunn byggir á fjölbreyttu námsmati 

Þurfa nemendur að vera með fartölvu?

Nei, það er ekki gerð krafa um slíkt þótt það sé kostur að vera með eigin tölvu. Nemendur komast alltaf í tölvur og prentara á bókasafni og í tölvuveri.

Hvernig tilkynni ég veikindi?

Skrá þarf veikindi í Innu, hvern veikindadag. Forráðamenn nemenda undir sjálfræðisaldri þurfa að tilkynna veikindi þeirra. Einnig er hægt að hringja í skiptiborð í síma 433-2500.

Hvað er afreksíþróttasvið?

Afreksíþróttasvið  við FVA er samstarfsverkefni FVA, íþróttafélaga á Akranesi og Akranesbæjar. Sviðið er hugsað fyrir nemendur sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína samhliða námi í skólanum. 

Efnisgjald – sjá gjaldskrá. 

Má ég sleppa skólaíþróttum ef ég æfi íþróttir?

Hægt er sækja um íþóttaæfingar metnar sem skólaíþróttir. Slíkt þarf gerast í upphafi hverrar annar

 

Hvað er heimavistarskóli?

Heimavistarskóli eru framhaldsskólar sem bjóða nemendur uppá húsnæði í næsta nágrenni við skólann gegn vægu gjaldi.  

Heimavistarskólar eru góður kostur fyrir nemendur sem búa á stöðum þar sem ekki eru starfræktir framhaldsskólar.  

 

Hverjir geta verið á heimavistinni?

Nemendur sem eiga heima utan póstnúmers 300.

Hvað kostar að vera á heimavist?

Heimavistargjald fyrir tvíbýli er 41.000 krónur á mánuði, þ.e. 184.500 krónur á önn. Við bætist 2.000 króna lykilgjald sem er endurgreitt þegar lykli er skilað.

Heimavistargjald fyrir einstaklingsherbergi er 52.000 krónur á mánuði, þ.e. 234.000 krónur á önn að viðbættu lyklagjaldi.

Íbúar á heimavist sem kaupa hádegisverð 4 eða 5 daga í viku fá 20.000 króna afslátt af heimavistargjaldi.

Þegar nemandi er skráður á vist greiðir hann 15.000 króna staðfestingargjald sem gengur upp í leigu. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt þó nemandi hætti við að koma á vistina. Þegar nemandi flytur inn á vistina skuldbindur hann sig til að greiða húsaleigu til loka annar jafnvel þótt hann kjósi að flytja af vistinni fyrir annarlok.

Greiðslu vegna heimavistargjalds er skipt niður á 4 greiðsluseðla yfir önnina.

 

Hvernig er félagslífið í skólanum?

Félagslífið hjá nemendafélagi NFFA er mjög skemmtilegt og fjölbreytt. Félagið tekur þátt í helstu viðburðum framhaldsskólanna, t.d. Gettu betur, Söngkeppni framhaldsskólanna, Morfís og FRÍS. Farið er í nýnemaferð, haldin böll, kaffihúsakvöld og árshátíð svo eitthvað sé nefnt

Allskonar klúbbar eru starfandi, t.d.  tónlistarklúbbur, kvikmyndaklúbbur, íþróttaklúbbur, viskuklúbbur, góðgerðafélag, hinseginfélag og leiklistarklúbburinn Melló sem hefur sett upp glæsilegar leiksýningar!

Skólinn sjálfur tekur líka þátt í félagslífinu og uppbrotsdagar eru á hverri önn – á haustönn er Skammhlaup og á vorönn eru Opnir dagar.  

 

Er tekið tillit til námsefiðleika, t.d. lesblindu og ADHD?

Í Fjölbrautaskóla Vesturlands leggjum við kapp á að aðstoða alla nemendur við að ná árangri í námi. Þeir nemendur sem eru með sértæka námerfiðleika eru beðnir um að koma við hjá náms- og starfsráðgjafa okkar til þess að hann geti veitt sem besta þjónustu.

Hvað gerir náms- og starfsráðgjafi í skólanum?

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er fyrst og fremst að vera málsvari og trúnaðarmaður nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra. 

Náms- og starfsráðgjafi veitir t.d. aðstoð við gerð námsáætlunar, veitir ráðgjöf vegna náms- og starfsvals, leiðbeinir um árangursrík vinnubrögð í námi. Leiðbeinir með prófundirbúning og prófkvíða.  

Sjá nánar um náms- og starfsráðgjafa hér

Bókaðu tíma hér

Er boðið uppá einhverja námsaðstoð, t.d. aukatíma?

Í boði eru opnir tímar í stærðfræði tvisvar í viku með kennara í kennslustofunni sem kallast Verið.

Er skólahjúkrunarfræðingur í skólanum?

Nemendur og foreldrar/forráðamenn geta leitað upplýsinga, aðstoðar og stuðnings hjá skólahjúkrunarfræðingi. 

Skólahjúkrunarfræðingur er við þrjá daga í viku. Mánudaga kl. 8:30-12. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:30-16.  

Tímabókanir hér -eða bara mæta á staðinn.

Er skólasálfræðingur í skólanum?

Nemendur og foreldrar/forráðamenn geta leitað upplýsinga, aðstoðar og stuðnings hjá skólasálfræðingi.

Skólasálfræðingur er við fjóra daga í viku. Mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl. 08:00-16:00
Föstudag 8:00-14:00

Tímabókanir hér

Hefur þú spurningar varðandi innritun og nám við FVA?
Sendu skilaboð hér:

7 + 14 =