fbpx

Innritun á starfsbrautir í framhaldsskólum fer fram 1.-28. febrúar. Áætlað er að afgreiðslu umsókna þessara nemenda verði lokið fyrir lok apríl. Sótt er um á menntagátt.is

Starfsbraut í FVA (ST4) er ætluð nemendum sem eru með fötlun, hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild og/eða verið kennt skv. einstaklingsnámskrá í grunnskóla. Nám á starfsbraut er fjögur ár og er á 1. þrepi. Námið er bæði bóklegt og verklegt og miðast við stöðu hvers og eins. Sjá nánar um starfsbrautina okkar hér.