Í dag, þriðjudag, er starfsdagur í FVA og skipulag út vikuna er á þessa leið:
Þriðjudagur 5. janúar: Starfsdagur kennara. Nemendur í verknámi og afreksíþróttum koma á heimavist frá kl. 17. Náms- og starfsráðgjöf er í húsi og hægt að bóka tíma í Innu eða með tölvupósti.
Miðvikudagur 6. janúar: Kennsla hefst á vorönn 2021. Verknám, fagbóklegt, starfsbraut og afreksíþróttir er kennt í staðnámi frá og með 6. janúar, aðrir áfangar eru í fjarkennslu 6.-8. janúar.
6.-8 janúar: Starfsbraut, afreksíþróttir, verklegir og fagbóklegir áfangar kenndir í húsi, aðrir áfangar í fjarkennslu. Heimavist opin fyrir nemendur í verknámi, mötuneyti opið, bókasafn opið, námsráðgjöf í húsi.
Að öllu óbreyttu hefst staðnám í öllum áföngum í FVA mánudaginn 11. janúar 2021.