fbpx

FORVARNARÁÆTLUN

GEGN EINELTI, ÁREITNI OG ÖÐRU OFBELDI

STE-0004

Gildi FVA, jafnrétti, virðing og fjölbreytileiki, styðja forvarnarstarf gegn einelti, kynferðislegri eða kynbundinni áreitni og öðru ofbeldi; þau eru jafnframt leiðbeinandi fyrir nemendur og starfsfólk um hegðun og framkomu sem er ekki meiðandi fyrir aðra. Stjórnendur og kennarar ganga á undan með góðu fordæmi fyrir nemendur með því að sýna þeim og samstarfsfólki virðingu og umburðarlyndi, stuðla að vellíðan í starfs- og námsumhverfinu og taka strax á neikvæðri hegðun eða tali. Kappkostað er að efla jákvæðan starfsanda og vinnustaðarmenningu þar sem margbreytileiki er virtur. Stjórnendur bregðast tafarlaust við öllum kvörtunum um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og annað ofbeldi.

Í forvarnaráætlun FVA eru skilgreind markmið, aðgerðir og viðbrögð sem er ætlað er að efla forvarnir gegn einelti, kynferðislegri eða kynbundinni áreitni og öðru ofbeldi í náms- og starfsumhverfinu og eiga m.a. rót í Þingsályktun nr. 37/150 um um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Meginverkefnin:

  • Að námsráðgjafar, forvarnarfulltrúi og fulltrúar FVA í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli fái fræðslu og verkfæri til að virkja frekar forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
  • Bregðast við með skipulögðum hætti ef einelti eða áreitni á sér stað.
  • Fræða nemendur og starfsfólk um einelti og áreitni af hvaðeina tagi og um mikilvægi góðra samskipta og gagnkvæmrar virðingar til að koma í veg fyrir slíkt.
  • Fræða nemendur og starfsfólk um verklag FVA komi upp mál um einelti, áreitni, kynferðislegt og kynbundið ofbeldi eða annað ofbeldi.
  • Kanna viðhorf starfsfólks reglubundið til stjórnunar, líðan í starfi og hvort þeir hafi orðið fyrir einelti.
  • Kanna líðan nemenda reglubundið og hvort þeir hafi orðið fyrir einelti, áreitni eða öðru ofbeldi.

Forvarnaráætlun H2021 til V2025 – Markmið og aðgerðir:

MarkmiðAðgerðÁbyrgðTímarammi
Að stoðteymi FVA og fulltrúi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli fái upplýsingar og verkfæri sem stuðla að virkum forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.Þátttaka stoðteymis og fulltrúa í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli í námskeiði þar sem áhersla er á virkar forvarnir á sviði jafnréttis, kynheilbrigðis og öryggisSkólameistariFyrir árslok 2022
Að starfsfólk fái fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og forvarnir sem hæfa framhaldsskóla-nemum.Netnámskeið (a.m.k. 90% þátttaka)SkólameistariFyrir árslok 2025
Að allir nemendur fái fræðslu um kynheilbrigði, öryggi og jafnrétti.Skilgreint í kennsluáföngum um kynjafræði, kynheilbrigði og kynhegðun (m.a. kennt í lífsleikni og sálfræði).AðstoðarskólameistariÁ hverri önn
Að viðhalda meðvitund starfsfólks um mikilvægi góðra samskipta og að setja sjálfum sér og öðrum mörk í samskiptum.Fræðsluerindi fyrir starfsfólk um árangursrík samskipti.SkólameistariA.m.k. annað hvert ár
Að auka og viðhalda þekkingu nemenda á áhættuþáttum í náms- og starfsumhverfinu og um viðbrögð gegn einelti.Dagur gegn einelti helgaður forvörnum gegn einelti. Rifja upp skólareglur, gildi skólans og stefnu og kynna viðbragðsáætlun gegn einelti og öðru ofbeldi (starfsmannafundir og kennslustundir í lífsleikni).Náms- og starfsráðgjafar og lífsleiknikennarar8. nóv. árlega
Að nýta upplýsingar um viðhorf starfsfólks til að efla forvarnir.Kynning á niðurstöðum SFR könnunar og vinna drög að umbótastarfi á sviðum þar sem þess er þörf skv. niðurstöðum.SkólameistariÁrlega fyrir lok maí
Að nýta upplýsingar um viðhorf nemenda til að efla forvarnir. Niðurstöður kennslukannana eru kynntar kennurum á einstaklingsgrunni. Skólameistari og aðstoðarskólameistariÁrlega fyrir lok maí
Að nýta upplýsingar um tilkynnt einelti eða áreitni til að til að bæta forvarnaráætlun og gera/uppfæra áhættumat.Greining á tilkynningum og aðgerðum. Skólameistari og aðstoðarskólameistariÁrlega fyrir lok maí

Forvarnaráætlunin er endurskoðuð og uppfærð eftir því sem tilefni er til en þó ekki síðar en að vori 2025.

Akranesi 30. október 2021

Tengd skjöl

Stefna FVA gegn einelti, áreitni og öðru ofbeldi er skilgreind í STE-0003

Viðbrögð hjá FVA við einelti, áreitni, öðru ofbeldi og ótilhlýðilegri háttsemi eru skilgreind í VER-002 og VER-003 og í GAT-0001