Jafnréttis­áætlun

Jafnréttis­áætlun FVA

Jafnréttisáætlun FVA byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 (jafnréttislögum), með síðari breytingum (jafnlaunavottun) (lög nr. 56/2017) . Áætlunin kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja bæði starfsfólki skólans og nemendum þau réttindi sem kveðið er á um í lögunum. Hvað varðar starfsfólk fjallar áætlunin um hvernig því eru tryggð þau réttindi sem tilgreind eru í 19. – 22. grein laganna. Hvað varðar nemendur fjallar áætlunin um hvernig þeim eru tryggð réttindi sem tilgreind eru í 22. og 23. grein laganna. Áætlunin horfir jafnframt til laga nr. 86/2018 um bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Einnig er horft til laga nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna utan vinnumarkaðar. Þá er jafnrétti eitt af einkunnarorðum FVA (jafnrétti, virðing og fjölbreytileiki) og þannig samofið öllum grunnþáttum í skólastarfinu og jafnréttisáætlun.

Gildistími

Jafnréttisáætlun skal endurskoða á þriggja ára fresti. Jafnréttisáætlun sú sem hér fer á eftir er uppfærð áætlun frá 2017 sem gilti til janúar 2020. Áætlun sú sem hér er lögð fram gildir til febrúar 2023.

Skipulag og ábyrgð

Skólameistari ber ábyrgð á framgangi jafnréttismála innan skólans.

Skólameistari skipar 4 starfsmenn í jafnréttisráð og er reynt að hafa kynjaskiptingu sem jafnasta. Hlutverk jafnréttisráðs er að koma með hugmyndir að markmiðum og leiðum sem stuðla að jafnrétti í skólanum auk þess að fylgja hugmyndum eftir í framkvæmd og meta árangur í samstarfi við jafnréttisfulltrúa og skólameistara. Svigrúm til þessara verkefna er tryggt. Auk skólameistara skipa þessir jafnréttisráð: Björg Bjarnadóttir, Ólöf H. Samúelsdóttir, Finnbogi Rögnvaldsson og Kristbjörn Helgi Björnsson.

Skólameistari skipar jafnframt jafnréttisfulltrúa FVA til þriggja ára í senn, gerir starfslýsingu fyrir hann og tryggir honum nægjanlegt svigrúm til að sinna verkefnum sínum. Jafnréttisfulltrúi starfar með jafnréttisráði. Jafnréttisfulltrúi frá haustönn 2019 er Arnar Sigurgeirsson, kennari. Ábyrgðarsvið hans er a) að fylgjast með stöðu jafnréttismála í skólanum í samræmi við Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (nr. 10 / 2008), aðalnámskrá framhaldsskóla og jafnréttisáætlun FVA og b) að yfirfara jafnréttisáætlunina í samstarfi við jafnréttisráð og skólameistara.

Skólameistari er ábyrgur fyrir eftirfarandi verkefnum.

FVA skal tryggja starfsfólki réttindi sem kveðið er á um í 19. -22. grein jafnréttislaga nr. 10/2008 með síðari breytingum.

Í töflunum hér fyrir neðan má sjá markmið jafnréttisáætlunar FVA, ásamt skilgreiningu á aðgerðum til að ná markmiðum í tengslum við nefndar lagagreinar, hver á að sjá til þess að þær verði framkvæmdar og hvenær. Jafnréttisáætlunin varðar:

 1. Launajafnrétti (19. gr. laganna)
 2. Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun (20. gr. laganna)
 3. Samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs (21. gr. laganna)
 4. Kynbundið ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni (22. gr. laganna)

1. Launajafnrétti (19. gr. laganna)

„Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun. Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo.”

Markmiðum og aðgerðum FVA í þessum flokki er ætlað að mæta kröfu laganna: FVA hefur markað sér stefnu í jafnlaunamálum og er launastefna FVA og jafnlaunastefna FVA aðgengileg á heimasíðu skólans. Á grundvelli staðalsins ÍST:85 2012 hafa störf í skólanum verið skilgreind sem og viðmið fyrir mat á störfum mótuð og störf flokkuð á grundvelli þeirra (saman flokkast sömu störf og jafnverðmæt störf). Viðmiðin liggja til grundvallar við launaákvörðun.
[wpdatatable id=1]

2. a) Laus störf (20. gr. laganna)

„Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum og körlum.“

Markmiðum og aðgerðum FVA í þessum flokki er ætlað til að mæta kröfu laganna.

Jafnréttissjónarmið á að meta til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar. Þess skal gætt að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kyns við úthlutun verkefna eða þegar teknar eru ákvarðanir um framgang í starfi. Við gerð auglýsinga vegna lausra starfa skal rýna vel kröfur til umsækjenda, orðalag auglýsinga og hvar auglýsing er birt. Við auglýsingu á störfum er farið að reglum 464/1996 með síðari breytingum, um auglýsingar á lausum störfum.

[wpdatatable id=2]

* Ef auglýsa á gagngert eftir tilteknu kyni til að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsmannahópsins þarf það að koma fram í auglýsingunni (3. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008). Einnig er mikilvægt að hafa í huga lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

2. b) Starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun (20. gr. laganna)

„Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.”

Markmiðum og aðgerðum FVA í þessum flokki er ætlað að mæta kröfu laganna:

[wpdatatable id=3]

3. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs (21. gr. laganna)

„Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa atvinnulífs, þar með talið að starfsmönnum sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.”

Markmiðum og aðgerðum FVA í þessum flokki er ætlað til að mæta kröfum laganna: Fjölskylduvænt vinnuumhverfi leiðir til aukinnar starfsánægju, bættrar frammistöðu, aukinna afkasta og minni starfsmannaveltu. Jafnvægi á milli vinnunnar og fjölskylduábyrgðar getur oft verið mikið púsluspil. FVA leitast við að skapa öllu starfsfólki aðstæður til að samræma starfsskyldur sínar og fjölskylduábyrgð, þannig að jafnvægi ríki.

[wpdatatable id=4]

4. Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni (22. gr. laganna)

„Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.“

„Ef yfirmaður er kærður vegna ætlaðs kynbundins ofbeldis, kynbundinnar eða kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.”

Markmiðum og aðgerðum FVA í þessum flokki er ætlað að mæta kröfum laganna en það er á ábyrgð skólastjórnenda að koma í veg fyrir að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða annað ofbeldi, s.s. einelti og gera starfsfólki ljóst að slíkt sé ekki liðið.

[wpdatatable id=5]

FVA skal uppfylla 22. og 23. grein jafnréttislaga nr. 10/2008 með síðari breytingum gagnvart nemendum sínum.

Í töflunum hér fyrir neðan má sjá markmið jafnréttisáætlunar FVA, ásamt skilgreiningu á aðgerðum til að ná markmiðum fram í tengslum við þessar lagagreinar, hver á að sjá til þess að þær verði framkvæmdar og hvenær. Jafnréttisáætlunin varðar:

 1. Kynbundið ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni (22. gr. laganna)
 2. Menntun og skólastarf (23. gr. laganna)

1. Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni (22. gr. laganna)

 „Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.“

„Ef yfirmaður er kærður vegna ætlaðs kynbundins ofbeldis, kynbundinnar eða kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.”

Markmiðum og aðgerðum FVA í þessum flokki er ætlað til að mæta kröfum laganna gagnvart nemendum. Stjórnendum FVA ber að stuðla að því að nemendur skólans verði ekki fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni í skólanum, bæði í námi og í félagsstarfi á vegum skólans. Þeim ber einnig að gera nemendum ljóst að slík hegðun sé ekki liðin.

[wpdatatable id=6]

2. Menntun og skólastarf (23. gr. laganna)

„Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi. Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu piltar og stúlkur óháð kyni hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf.“

Nám og kennsla eru verðmæti sem allir nemendur skólans eiga rétt á: Allir skulu fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Til þess að uppfylla framangreindar kröfur þarf að beita fjölbreyttum aðferðum við kennslu og mat á vinnuframlagi nemenda (einingar og einkunnir). Jafnréttissjónarmið þarf að fléttast inn í alla kennslu, kenndir sérstakir áfangar sem hafa jafnréttishugsjónina að leiðarljósi, s.s. kynjafræði. Stjórnendateymi skólans sér til þess að náms- og starfsráðgjöf sé öflug og að aðstoð við hópa sem standa höllum fæti sé öflug og henni viðhaldið.

Jafnréttismiðuð kennsla gerir þá kröfu til kennara og annarra starfsmanna skólans að þeir haldi vöku sinni í jafnréttismálum. Jafnréttismiðuð kennsla felur meðal annars í sér að:

 • valdar séu fjölbreyttar kennsluaðferðir
 • nemendur af öllum kynjum eru hvattir til að kynna sér nám sem talið er hefðbundið fyrir ákveðið kyn
 • nemendum verði boðið upp á áfanga í kynjafræðum
 • kennarar gæti þess að mismuna ekki nemendum eftir kyni hvorki í vali á kennslubókum né viðhorfum
 • haft sé í huga að nemendur eru ekki einsleitur hópur og að aðstoð við hópa sem standa höllum fæti sé öflug og henni viðhaldið
 • í námsgreinum, þar sem tilteknum hópi nemenda gengur almennt betur, séu markvisst notaðar aðferðir og efni til að hvetja alla nemendur til dáða
 • hlutir séu skoðaðir frá mörgum sjónarhornum og þar sem ólíkar heimildir eru notaðar sé þess gætt að vitna í sérfræðinga af öllum kynjum eftir því sem tök eru á
 • augu séu opin fyrir hlutdrægni bæði í hegðun og námsefni og nemendum bent á leiðir til að koma auga á og vinna gegn misrétti
 • ekki sé gert ráð fyrir að allir nemendur séu gagnkynhneigðir
 • Nemendur komi fram fyrir hönd skólans, óháð kyni eða sérkennum

Telji nemandi að jafnrétti sé brotið í FVA skal hann leita til jafnréttisfulltrúa, jafnréttisráðs eða skólameistara sem sameiginlega leita leiða til úrlausna. Framangreint er áréttað í eftirfarandi markmiðum og aðgerðum sem eru til stuðnings við ákvæðin í 23. gr. laganna.

[wpdatatable id=7]

 

Til viðbótar við setningu raunhæfra og mælanlegra markmiða sem taka mið af nefndum lagagreinum í jafnréttisáætluninni þarf að fylgja málum eftir og gera úttekt á frammistöðu, s.s. að fara yfir niðurstöður aðgerða og meta hvað gekk vel og hvað betur má fara, auk þess að taka saman jafnréttisvísa. Allar niðurstöður eru kynntar fyrir starfsfólki. Þá skal endurskoða jafnréttisáætlun á þriggja ára fresti á grundvelli niðurstaðna og fá samþykki Jafnréttisstofu sem hefur eftirlit með framkvæmd laga nr. 10/2008 með síðari breytingum.

Hér á eftir eru tilgreind viðbótarmarkmið og aðgerðir sem ætlað er að auka vitund og þekkingu bæði starfsfólks og nemenda á jafnrétti.

[wpdatatable id=8]

Jafnt og þétt skal vinna að því að jafna kynjahlutföll í nefndum og ráðum á vegum skólans. Þegar óskað er eftir tilnefningu í nefndir og ráð skal farið fram á að tekið sé mið af 14. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem segir að hlutfall kynjanna skuli vera jafnt og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Jafnréttisvísar eru teknir saman eins oft og þurfa þykir til að vinna að þessu markmiði.

[wpdatatable id=9]

Í lok hvers almanaksárs er staða aðgerða samkvæmt áætluninni og niðurstöðum jafnréttisvísa tekin saman. Gæðastjóri heldur utan um tölfræði vegna áætlunarinnar og upplýsir skólameistara og fulltrúa í jafnréttisráði og jafnréttisfulltrúa um niðurstöður samantektar. Jafnréttisráð og jafnréttisfulltrúi kynna kennurum niðurstöðurnar á kennarafundi í janúar. Allar kyngreindar upplýsingar sem tengjast framgangi jafnréttisáætlunar skólans og fjallað er um á fundum eru birtar í ársskýslu skólans sem er aðgengileg á heimasíðu FVA.

Jafnréttisáætlun þessi gildir frá 5. febrúar 2020 til 5. febrúar 2023.

Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari.

 

[1] Kynjasamþætting: Að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótunarferli þannig að sjónarhorn kynjajafnréttis sé á öllum sviðum fléttað inn í stefnumótun og ákvarðanir þeirra sem alla jafna taka þátt í stefnumótun í samfélaginu.