Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar tók gildi 1. apríl og gildir til 15. apríl. Í reglugerðinni kemur fram: „Skólastarf á framhaldsskólastigi, … er heimilt að því tilskildu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst 2 metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nemenda og starfsmanna fari aldrei yfir 30 í hverju rými. Sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð skulu nemendur og starfsmenn nota andlitsgrímur.“
Það verður því kennt í staðnámi í FVA eftir páska. Í kennslustofu þar sem ekki er hægt að tryggja 2ja metra fjarlægðarmörk skal nota andlitsgrímu. Snertifleti skal áfram sótthreinsa með samstilltu átaki.
Til áréttingar:
- Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30 (kennslustofa, vinnuherbergi kennara, mötuneyti).
- Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella.
- Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma.
- Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
- Heimilt að dvelja á heimavist, gæta að sóttvörnum.
- Íþróttakennsla heimil án snertingar.
Gleðilega páska!