fbpx

Síðastliðin ár hefur Akraneskaupstaður veitt einum til tveimur útskriftarnemum námsstyrk. Allir útskriftanemar geta sótt um en styrkurinn fer til nema sem hafa sýnt afburða námsárangur, góða ástundun eða annað sem vekur eftirtekt. Geta nemendur sem útskrifuðust í desember 2020 og í maí 2021 sótt um. Hér er rafræn umsókn sem skal skila í síðasta lagi 25. maí 2021.

Við minnum líka þá útskriftarnemendur sem hyggja á nám við Háskóla Íslands á að enn hægt að sækja um styrk í Afreks- og hvatningarsjóðs stúdenta HÍ.