Ytra mat
Með vísan til 3. mgr., 42. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla hefur mennta- og barnamálaráðuneytið umsjón með ytra mati á starfsemi framhaldsskóla. Síðast var gerð úttekt í skólanum árið 2022.
Miðstöð menntunar og þjónustu hefur umsjón með ytra mati á framhaldsskólum fyrir hönd ráðuneytis. Markmið með ytra mati er að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum um framhaldsskóla, reglugerðum og aðalnámskrá framhaldsskóla. Í ytra mati skal m.a. lögð áhersla á stjórnun, kennslu, námskröfur, námsmat og samskipti. Einnig skal leggja mat á kerfisbundið innra mat skólans og hvernig það nýtist til umbóta.