fbpx

SKILGREININGAR OG UPPLÝSINGAR FYRIR NEMENDUR

VEGNA EINELTIS, ÁREITNI OG OFBELDIS

Stefna FVA er að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi í skólanum er ekki liðið. Komi upp grunur um háttsemi starfsmanns eða nemanda sem særir eða er meiðandi fyrir samstarfsfólk eða samnemendur er allra ráða leitað til leysa það hið fyrsta á faglegan og farsælan hátt.

Öruggt náms- og starfsumhverfi

Til þess að stuðla að öruggu náms- og starfsumhverfi í skólanum er lögð áhersla á góð samskipti og þeim haldið á lofti í umræðum og með fræðslu um þýðingu einkunnarorða FVA, virðing, jafnrétti og fjölbreytileiki. Það er á ábyrgð allra, bæði nemenda og starfsfólks, að stuðla að jákvæðum samskiptum, samkennd og virðingu fyrir öðrum og að láta vita ef út af ber, þ.e. ef nemandi eða starfsmaður verður fyrir eða verður vitni að ótilhlýðilegri hegðun hjá samnemanda eða starfsfólki.