fbpx

FÉLAGSliðabraut

Ekki kennt – farið verður af stað haustið 2025 ef næg þátttaka fæst.

Á Félagsliðabraut er boðið upp á 200 eininga dreifnám með námslok á 3. hæfniþrepi. Nám fyrir félagsliða er skipulagt sem sex anna nám. Nemendur velja á milli sérhæfingar náms til starfa með fötluðu eða öldruðu fólki. Vinnustaðanám fer fram á lokaönnum námsins.

Markmið náms og kennslu á félagsliðabraut er að auka þekkingu og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum á öllum aldri sem þurfa sérhæfða þjónustu. Markmiðið er að gera nemendur færa um að styrkja sjálfsmynd þjónustunotenda, stuðla að auknu sjálfstæði þeirra og gera þá færari til að sinna athöfnum daglegs lífs. Kynntar eru aðferðir til að greina, skilja og virða þarfir fólks auk þess sem stefnt er að því að auka lífsgæði þeirra sem þjónustunnar njóta, bæði líkamlega, efnislega, félagslega og tilfinningalega.

Sérstök áhersla er lögð á að ná fram hæfni nemenda til þess að takast á við raunveruleg viðfangsefni þar sem fyrirmæli, verklýsing og vinnuaðferðir liggja fyrir. Jafnframt er leitast við að þjálfa nemendur til að takast á við ófyrirséð verkefni og aðstæður þar sem lausnir liggja ekki í augum uppi en krefjast þekkingar, læsis á aðstæður, hugkvæmni, hæfni í samskiptum, rökvísi og leikni í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Prentvæn útgáfa (væntanleg)
Nánari brautarlýsing í námsskrárgrunni (með fyrirvara um samþykki brautar)
Upplýsingar um dreifnám (væntanlegar)

Áfangar á félagsliðabraut (200 ein):

Almennar greinar   
Enska ENSK2EV05
Íslenska ÍSLE2RL05 ÍSLE2HB05
Íþróttir ÍÞRÓ1ÍG01 ÍÞRÓ1ÞR01
Kynjafræði KYNJ2KY05
Lífsleikni og nýnemafræðsla LÍFS1ÉG02
Skyndihjálp SKYNE2EÁ01
Stærðfræði STÆR2TL05
Upplýsingatækni UPPT1OF05
Sérgreinar
Aðstoð og umönnun ASUM2UA05
Atvinnufræði ATFR1VÖ05
Fjölskyldan og félagsleg þjónusta FSFÞ2FJ05 FSFÞ3FS05
Félagsleg virkni FÉVI2FV05 FÉVI3SE05
Fötlunarfræði FÖFR1MF05
Geðheilbrigði og samfélagið GESA3GM05
Heilsuefling HLSE1ÍÞ05
Hússtjórn HÚSS1AG05
Lyfjafræði LYFJ2LS05
Næringarfræði NÆRI1GR05
Samskipti SASK2SS05
Sálfræði SÁLF2IS05 SÁLF2ÞS05 SÁLFFS05 SÁLF3GH05
Siðfræði SIÐF2GH05
Starfsþjálfun STFÉ3SJ20
Stjórn, hagur og siðfræði STHS3FH05
Uppeldisfræði UPPE2UM05 UPPE3BV05
Vinnustaðanám VAPÓ2VN15 VAPÓ3FR05
Öldrunarfræði ÖLFR1ÖL05
Bundið pakkaval – Fötlun
Fötlun FÖTL2FS05 FÖTL3FL05
Bundið pakkaval – Öldrun
Öldrunarfræði ÖLFR2ÖS05 ÖLFR3ÖL05