WestSide, við erum á leiðinni!
FImmtudaginn 5. október er hópferð á WestSide í Grundarfirði. WestSide er íþróttakeppni, spurningakeppni og ball með MB og FSN. Brottför er kl 14 frá FVA, áætluð heimkoma kl 02 (við FVA). Farið verður með rútu sem við höfum hvatt nemendur til að nýta sér. Þeir...
Samskiptasáttmáli FVA
Nú er afurð vinnu starfsfólks og nemenda sl. vor við samskiptasáttmála FVA komin á prent: Veggspjöld hafa verið sett upp á veggi hér og þar í húsinu, ýmist risastór eða lítil. Samskiptasáttmálinn er líka aðgengilegur á vefsíðunni okkar og auðvitað á Instagram....
Alþjóðlegt samstarf, gestir í heimsókn
Sl. vor var í París haldinn fyrsti fundur í umhverfisverkefni á vegum Erasmus+ sem heitir Be Green. Helena Valtýsdóttir alþjóðafulltrúi sótti fundinn fyrir hönd FVA. Fimm kennarar FVA sóttu næsta fund á Krít sem var í júní og var yfirskriftin „From Seed to Spoon“....
Í hnotskurn
FVA tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli frá haustinu 2011 og starfandi er stýrihópur sem vinnur að markmiðum heilsu- og forvarnarstefnu skólans.
FVA hlaut fyrst jafnlaunavottun árið 2020.
FVA er grænfánaskóli og leggur áherslu á umhverfismál. Skólinn tekur þátt í innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri þar sem unnið er markvisst að umbótum í þágu umhverfisins.
Samskiptasáttmáli FVA var unninn á vorönn 2023 með aðkomu allra nemenda og starfsfólks. Hann geymir leikreglur fyrir hegðun sem styður við góð og árangursrík samskipti í dagsins önn. Unnur Jónsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði merki sáttmálans í litum skólans.
VIÐBRAGÐSÁÆTLUN
Skipulögð og samræmd viðbrögð stjórnenda FVA meðan hætta steðjar að tryggja að hægt sé að halda uppi lágmarksþjónustu og tryggja öryggi nemenda og starfsmanna.
Skruddan, fréttabréf FVA, kemur út vikulega. Þar eru helstu tíðindi af skrifstofuganginum og úr skólalífinu auk tilkynninga um fundi og áhugaverða viðburði á sviði menntamála. Allir geta gerst áskrifendur!