Opnir tímar í stærðfræði
Í boði eru opnir tímar í stærðfræði með kennara í kennslustofunni sem kallast Verið. Sigga verður á miðvikudögum frá 12:35-13:30 og Lilja á föstudögum frá 09:40-10:35 Verið innilega velkomin með allar pælingar og dæmi!
Ekki á bílnum
Meðan hlýtt er í veðri og greiðar gönguleiðir í allar áttir er skorað á bæði nemendur og starfsfólk FVA að ganga til vinnu og í skólann ef mögulegt er.
Áfram í Gettu betur
FVA sigraði FS í undankeppni Gettu betur í gærkvöldi, 16-12. Við höfum því von um að komast áfram, alla leið í sjónvarpið! Til hamingju Viskuklúbbur: Nói, Ingibjörg og Daði.