Foreldraráð FVA kynnir: Hugarfrelsi
Fyrirlestur fyrir forráðamenn og aðra áhugasama um Hugarfrelsi verður haldinn í sal FVA, mánudagskvöldið 22. janúar kl 20. Foreldraráð FVA stendur fyrir viðburðinum. Verið velkomin!
Tólf luku sveinsprófi um helgina
Tólf nemendur FVA luku sveinsprófi í húsasmíði 5.-7. janúar. Prófið var haldið í FVA og stóðust allir með glans! Til hamingju nýsveinar! Hluti af hópnum sem lauk sveinsprófi í húsasmíði.
Opnir tímar í stærðfræði
Í boði eru opnir tímar í stærðfræði með kennara í kennslustofunni sem kallast Verið. Sigga verður á miðvikudögum frá 12:35-13:30 og Lilja á föstudögum frá 09:40-10:35 Verið innilega velkomin með allar pælingar og dæmi!