Hreyfikortið

Allir dagskólanemendur og starfsmenn FVA fengu í dag í hendurnar svokallað hreyfikort fyrir skólaárið 2016-2017. Stýrihópur um heilsueflandi framhaldsskóla mun standa fyrir 7 viðburðum þar sem hreyfing og samvera verður í fyrirrúmi. Þeir sem taka þátt hverju sinni fá stimpil á kortið sitt fyrir þátttökuna. Í lok skólaársins verður öllum kortum með einhvern/einhverja stimpla safnað saman og dregin út vegleg verðlaun á sal skólans en fyrirtæki í bænum hafa verið afar jákvæð fyrir því að styrkja okkur með gjöfum. Athugið að sérstök verðlaun verða dregin úr þeim kortum sem hafa stimpil við alla 7 viðburðina. Þátttaka á viðburðina er að sjálfsögðu ókeypis.

Við byrjum strax á morgun (fimmtudaginn 29. september) með því að ganga saman á Háahnjúk. Mæting er klukkan 17:00 á bílastæðinu við Akrafjall. Þeir sem geta verið á bíl eru sérstaklega beðnir um að fylla þá af fólki áður en lagt er af stað. Mætum öll! Athugið að þeir sem ekki hafa fengið hreyfikortið sitt geta sótt það á skrifstofuna.

 

 

Lýðræðisvitund og skuggakosningar

Samband íslenskra framhaldsskólanemenda (SÍF), Landssamband æskulýðsfélaga (LÆF) í samstarfi við innanríkisráðuneytið, mennta– og menningarmálaráðuneytið og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt umboðsmanni barna standa fyrir verkefninu „Kosningavakning“ samhliða kosningum til Alþingis. Tilgangur verkefnisins er að hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í kjörklefa og um leið að efla lýðræðis– og kosningavitund barna og ungmenna í framhaldsskólum. Frekari upplýsingar á www.egkys.is.

 

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2016-2017

Árleg forkeppni fer fram þriðjudag 4. október 2016. Fyrirkomulag keppninnar verður eins og undanfarin ár, neðra stig er fyrir nemendur á fyrstu tveimur námsárum í framhaldsskóla og efra stig fyrir lengra komna. (Allir sem vilja mega fara á efra stig , en þeir sem eru í áfangakerfi og eru búnir með stærðfræðiáfanga 403 eiga að fara á efra stig.) Verkefni skal leysa án hjálpargagna og eru tímamörk 2 klst. á neðra stigi og 2½ klst. á því efra. Keppni byrjar klukkan 9 og verður í stofu D202

Keppendur okkar í Eystrarsaltskeppni ársins, sem verður í Finnlandi snemma í nóvember, verða valdir á grundvelli niðurstaðna í þessari forkeppni.

Það er einnig venju samkvæmt, að um tuttugu efstu á hvoru stigi forkeppninnar öðlast þáttökurétt í úrslitakeppninni sem haldin er á vormisseri. Síðan gefst nokkrum þeirra kostur á að taka þátt í norrænu stærðfræðikeppninni sem fer fram samtímis á öllum Norðurlöndum. Hápunkturinn er Alþjóðlega Ólympíukeppnin í stærðfræði sem verður í Brasilíu í júlí 2017.

Evrópski tungumáladaginn

Evrópski Tungumáladagurinn var í gær 26.september. Af því tilefni gerðu nemendur í erlendum tungumálum í FVA óskastjörnur. Nemendur í ensku, þýsku og spænsku skrifuðu fallegar óskir til sjálfs síns og heimsins á marglitar stjörnur sem sjá má í anddyri skólans.

Afmæli skólans

Stutt athöfn var á sal skólans, mánudaginn 12. september, í tilefni af 39 ára afmæli skólans. Skólameistari hélt tölu, nemendum og starfsfólki var boðið upp á kökur og afmælissöngur sunginn. Sumarið 1977 var gerður samningur milli Akraneskaupstaðar og Menntamálaráðuneytisins um stofnun framhaldsskóla á Akranesi. Skólinn hlaut nafnið Fjölbrautaskólinn á Akranesi og var settur í fyrsta sinn 12. september 1977. Á næsta ári á skólinn því 40 ára afmæli.

 

Jöfnunarstyrkur

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2016-2017 er til 15. október næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema

Þriðjudaginn 13. september verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema.

Dagskrá fundar: Skólastarf, félagslíf og foreldrasamstarf.

Fundurinn verður haldinn á sal skólans við Vogabraut 5 á Akranesi klukkan 18:00.
Að fundi loknum gefst foreldrum/forráðamönnum kostur á að ræða við skólastjórnendur og náms- og starfsráðgjafa og hitta umsjónarkennara barna sinna.

Nýnemadagur

Nýnemadagur var haldinn þann 26.ágúst. Boðið var upp á glæsilega dagskrá þar sem skemmtun, fróðleikur og fjör réð ríkjum. Nýnemar fóru með rútum í Fannahlíð, þar sem farið var í leiki og grillaðar pylsur. Eftir að komið var til baka úr Fannahlíð fóru þeir sem vildu á Langasand og gerðu æfingar undir stjórn eldri nemenda. Nýnemar kusu fulltrúa sinn í stjórn nemendafélagsins. Það var Guðjón Snær Magnússon sem hlaut flest atkvæðiFleiri myndir eru á facebook síðu skólans.

   

 

 

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00