Þjóðfundur

Í morgun komu nemendur og starfsfólk saman á sal til að vinna með gildi skólans. Þjóðfundurinn hófst klukkan 9:00 og lauk um 10:30. Öllum nemendum og starfsmönnum var skipt upp í 10 manna hópa, allir meðlimir hópsins komu með hugmynd um hvaða gildi skólinn ætti að standa fyrir og eftir umræður og kosningar skilaði hver hópur 5 gildum. Hóparnir kynntu sínar niðurstöður og Ingrid Kuhlman, framkvæmdarstjóri Þekkingarmiðlunar, tók saman niðurstöður. Fundurinn heppnaðist mjög vel í alla staði, Garðar Norðdahl hélt utan um skipulag fundarins og Ingrid Kuhlman leiddi vinnuna áfram og stjórnaði. Í framhaldinu verður unnið með þau gildi sem fengu flest atkvæði og þau útfærð nánar.

2. sætið í hæfileikakeppni starfsbrauta

Þessir snillingar gerðu sér lítið fyrir og lentu í 2. sæti í hæfileikakeppni starfsbrauta sem fór fram í gær í Flensborg í Hafnafirði. Keppnin var jöfn og spennandi og endaði með dansleik fram eftir kvöldi. Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!! Við hvetjum ykkur öll til að horfa á myndbandið og lesa frétt Skagafrétta hér. Einnig viljum við benda á facebooksíðu starfsbrautar

Stærðfræðikeppni grunnskóla og lokasýning Ronju

Í dag fer fram stærðfræðikeppni grunnskóla, þetta er í 19. skipti sem keppnin er haldin hjá okkur í FVA og er fyrir nemendur í 8., 9., og 10.bekk á Vesturlandi. Við eigum von á fjölmennri keppni en hátt í 200 nemendur eru skráðir.

Einnig viljum við benda á að núna er síðasti séns á að sjá Ronju Ræningjadóttur í uppsetningu leiklistarklúbbs NFFA. Þetta er frábær sýning fyrir alla fjölskylduna og hægt að kaupa á miða á midi.is eða í bíóhöllinni. Lokasýningin verður á morgun, laugardaginn 25. mars, klukkan 14:00. Ekki láta þessa flottu sýningu framhjá þér fara!

Arnór Sigurðsson samdi við IFK Norrköping

Arnór Sigurðsson nemandi okkar og knattspyrnumaður hjá ÍA hefur nú skrifað undir 4 ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Norrköping. Arnór var aðeins 16 ára gamall þegar hann spilaði fyrst í Pespideildinni og hefur alls leikið 25 leiki með meistaraflokki ÍA. Þetta er stórt og spennandi skref á hans ferli og viljum við óska honum innilega til hamingju. Á heimasíðu Skagafrétta er hægt að lesa meira. Einnig viljum við benda á facebook síðu skólans en þar setjum við inn fleiri myndir og fréttir.

Hæfileikakeppni starfsbrauta

Seinnipartinn í dag fer fram hæfileikakeppni starfsbrauta í Flensborg í Hafnarfirði. Okkar nemendur taka að sjálfsögðu þátt og eru búin að útbúa sprenghlægilegt atriði. Þetta verður langur og skemmtilegur dagur, ferðin hefst á pizzahlaðborði á Galito og í kjölfarið halda þau í Hafnarfjörðinn þar sem keppnin fer fram og lýkur með dansleik. Atriði starfsbrautar var sýnt á sal skólans í gærmorgun en það eru sprenghlægilegir “sketsar“ sem þau eru búin að taka upp og klippa saman. Vídeóið hlaut góðar viðtökur hjá samnemendum og starfsfólki og verður aðgengilegt öllum eftir helgi

Mottumars forvarnarmyndband

Nemendur komu saman á sal skólans í gærmorgun og horfðu á fræðslumyndband um skaðsemi munntóbaks. Jón Hjörvar formaður nemendafélagsins kynnti myndbandið sem var gefið út í mars og má skoða á heimasíðu mottumars. Þeir sem misstu af þessu ættu endilega að skoða myndbandið hér

College day Reykjavík 2017

College day Reykjavík 2017 verður föstudaginn 24. mars næstkomandi í Háskólanum í Reykjavík. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast bandarísku háskólakerfi. Þar verða fulltrúar 20 skóla að ræða við gesti og svara spurningum. Frekari upplýsingar og skráning á http://www.collegedayscandinavia.org/

Stærðfræðikeppni grunnskóla

Föstudaginn 24. mars kl. 13:00 verður stærðfræðikeppni grunnskóla haldin í 19. skipti hjá okkur í FVA. Keppnin er fyrir nemendur í 8., 9., og 10. bekk á Vesturlandi. Tilgangur keppninnar er að efla áhuga nemenda á stærðfræði og hefur keppnin skipað sér fastan sess í skólastarfinu. Það stefnir í mjög góða þátttöku í ár en hátt í 200 nemendur er skráðir í keppnina. Þeir sem ekki hafa skráð sig hafa daginn í dag til að ganga frá skráningu.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00