Stærðfræðikeppni grunnskóla

Föstudaginn 24. mars kl. 13:00 verður stærðfræðikeppni grunnskóla haldin í 19. skipti hjá okkur í FVA. Keppnin er fyrir nemendur í 8., 9., og 10. bekk á Vesturlandi. Tilgangur keppninnar er að efla áhuga nemenda á stærðfræði og hefur keppnin skipað sér fastan sess í skólastarfinu. Það stefnir í mjög góða þátttöku í ár en hátt í 200 nemendur er skráðir í keppnina. Þeir sem ekki hafa skráð sig hafa daginn í dag til að ganga frá skráningu.

Framhaldsskólakynning í Laugardalshöll

Það er líf og fjör á framhaldsskólakynningu í Höllinni! Nemendur, kennarar og stjórnendur taka þar vel á mótir grunnskólanemum sem eru að kynna sér námsframboð framhaldsskóla landsins. Okkur var úthlutað stórum bás og leggjum við sérstaka áherslu á að kynna iðnnámið, afreksíþróttasviðið og heimavistina. Það er ýmislegt fróðlegt að sjá í básnum okkar því hvetjum við ykkur öll til að kíkja í höllina á morgun á milli kl. 10:00 og 14:00. Þar verður einnig hægt  að fylgjast með Íslandsmóti iðn- og verkgreina.  Meðfylgjandi myndir voru teknar í höllinni í gær

 

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina stendur nú yfir í Laugardalshöll. Keppni hófst í gærmorgun og líkur um hádegisbil á morgun. Við eigum tvo keppendur á mótinu en það eru þeir Sigurjón Bergsteinsson sem keppir í rafiðngreinum og Guðbrandur Tumi Gíslason sem keppir í tréiðngreinum. Mótið er opið áhorfendum alla dagana fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast betur með. Meðfylgjandi var tekin af þeim í gær.

Hittumst í Höllinni

Á morgun, fimmtudaginn 16. mars, hefst Íslandsmót iðn—og verkgreina í Laugardalshöll. Um 150 keppendur taka þátt og verður keppt í 21 iðngrein. Keppnin hefst kl. 8:30 á morgun og er gert ráð fyrir að keppni ljúki um hádegi á laugardag. Mótið er opið áhorfendum alla dagana en laugardagurinn verður helgaður fjölskyldunni og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá lokahandtökin hjá keppendum og kynna sér námsframboð framhaldsskóla landsins. Að þessu sinni fara tveir keppendur frá okkur en það eru þeir Sigurjón Bergsteinsson sem keppir í rafiðngreinum og Guðbrandur Tumi Gíslason sem keppir í tréiðngreinum. Allar upplýsingar um keppnina og framhaldsskólakynninguna er hægt að finna hér.

Framhaldsskólakynning og Íslandsmót verk- og iðngreina 2017

Dagana 16. – 18. mars verður Framhaldsskólakynning og Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöllinni. Þar gefst einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins en starfsfólk og nemendur 26 skóla munu miðla upplýsingum og fróðleik um námið, félagslífið og framtíðarmöguleika. Við verðum í Höllinni með stóran bás þar sem við munum kynna námsframboð skólans. Það verður margt forvitnilegt að sjá í básnum og jafnvel til mikils að vinna fyrir hæfileikaríkt fólk. Við viljum ekki segja of mikið en hvetjum ykkur öll til að mæta í Laugardalshöllina laugardaginn 18. mars kl. 10:00 til 14:00.

Mín framtíð – Íslandsmót verk- og iðngreina 2017

Framhaldsskólakynning verður haldin dagana 16. – 18. mars 2017 í Laugardalshöllinni. Þarna gefst einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins en starfsfólk og nemendur 26 skóla munu miðla upplýsingum og fróðleik um námið, félagslífið og framtíðarmöguleikana.

Á sama tíma fer fram í Höllinni Íslandsmót iðn- og verkgreina. Um 150 keppendur munu taka þátt í Íslandsmótinu og keppt verði í 21 iðngrein. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem gestir fá að fikta, smakka og upplifa.

Lesa meira...

Kynningardagur fyrir 10. bekkinga

Í morgun komu um hundrað nemendur úr tíundu bekkjum á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit í heimsókn. Nemendurnir komu saman á sal skólans þar sem flutt voru stutt ávörp. Að því loknu var gestunum skipt í litla hópa sem gengu um skólann í fylgd leiðsögumanna úr hópi nemenda FVA. Kennarar, ráðgjafar og fleiri starfsmenn stilltu sér upp víða um skólann, kynntu fög sín og svöruðu spurningum og stjórn nemendafélagsins upplýsti gesti um félagslífið. Heimsókninni lauk með því að nemendum og starfsfólki grunnskólanna var boðið í hádegisverð í mötuneyti skólans. Á facebook síðu skólans eru fleiri myndir frá kynningunni

Vel heppnuð frumsýning

Við viljum óska leiklistarklúbbi NFFA, Halla, Söru, Bigga, Ingþóri og öllum þeim sem koma að sýningunni Ronja Ræningjadóttir innilega til hamingju með frábæra frumsýningu! Þetta er sýning fyrir alla fjölskylduna og við hvetjum Skagamenn til þess að fylla Bíóhöllina á næstu sýningum. Samkvæmt midi.is er uppselt á sýninguna á morgun en ennþá hægt að fá miða á aðrar sýningar. Skagafréttir mættu á generalprufuna í gær og tóku skemmtilegar myndir sem er hægt að skoða hér.  

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00