Stærðfræðikeppni grunnskóla

Athugið! Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta stærðfræðikeppni grunnskóla til föstudagsins 24. mars og hefst keppnin kl. 13:00. Föstudaginn 24. mars verður stærðfræðikeppni grunnskóla haldin í 19. skipti hjá okkur í FVA. Keppnin er fyrir nemendur í 8., 9., og 10. bekk á Vesturlandi. Tilgangur keppninnar er að efla áhuga nemenda á stærðfræði og hefur keppnin skipað sér fastan sess í skólastarfinu. Það stefnir í mjög góða þátttöku í ár en um 180 nemendur er skráðir í keppnina.

Opnir dagar

Dagana 28. febrúar til 2. mars verða Opnir dagar hjá okkur í FVA. Þá brjótum við upp hefðbundna kennslu og nemendur sækja fjölbreytta viðburði og námskeið í staðin. Í ár verður meðal annars boðið uppá fyrirlestra um samfélagsmiðla, fjármál, skíðaferð, bandýmót kennara og nemenda og margt fleira. Val fyrir Opna daga hefst stundvíslega kl. 16:00 fimmtudaginn 23. febrúar. Valið verður með rafrænum hætti og eiga nemendur að velja viðburði fyrir samtals 8 stig. Slóð fyrir valið kemur þegar nær dregur. Nokkrir viðburðir kosta 500-1300 krónur. Velji nemendur slíka viðburði skuldbinda þeir sig til að greiða gjaldið.

Lesa meira...

Ísak Máni vann verðlaun fyrir bestu stuttmyndina

Ísak Máni Sævarsson nemandi okkar vann nýverið verðlaun fyrir bestu stuttmyndina á kvikmyndahátíð framhaldsskólanna. Stuttmyndin heitir Áhrif og fjallar um akstur undir áhrifum áfengis. Þetta er forvarnarmynd og er til minningar um Lovísu Hrund Svavarsdóttur. Við óskum Ísak Mána innilega til hamingju með verðlaunin og hvetjum alla til að lesa skemmtilegt viðtal við Ísak Mána í Skagafréttum. Myndin verður sýnd í Bíóhöllinni á næstu dögum (nánar auglýst síðar).

#kvennastarf

 

Hvað er #kvennastarf?

Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins hafa, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, hrundið af stað herferð sem ber nafnið #kvennastarf.

Algengt er að talað sé um „hefðbundin kvennastörf“ Með #kvennastarf er ætlunin að brjóta niður úreltar hugmyndir og benda ungu kynslóðinni á að fyrir bæði kynin eru allar leiðir færar í námi og starfi.

Tilgangurinn er m.a. að vekja athygli á fjölbreyttum störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum og benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum. Í nútímasamfélaginu á Íslandi telja margir að jafnrétti kynjanna ríki á flestum sviðum. En er raunin sú?

Lesa meira...

Fulltrúar ÍA kynna samstarfið við FVA á Austfjörðum

Fulltrúar ÍA skelltu sér á Austfirði á dögunum til að kynna félagið og samstarf þess við FVA. Við skólann okkar er hægt að stunda nám á afreksíþróttasviði og er það hugsað fyrir nemendur sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína samhliða námi í skólanum. Núna á vorönn eru 35 nemendur skráðir á afreksíþróttasvið.

Lesa meira...

Bikarinn kominn í hús

Nemendafélag NFFA tók formlega við WestSide bikarnum í dag. Ágústa Elín skólameistari hélst stutta tölu og fór yfir úrslit keppninnar. Gréta félagslífsfulltrúi og Kristín Edda forvarnarfulltrúi afhentu svo formanni nemendafélagsins, Jóni Hjörvari, bikarinn. Við óskum nemendum aftur innilega til hamingju með sigurinn

Leiklistarklúbburinn setur upp Ronju Ræningjadóttur

Það er nóg um að vera í skólanum þessa dagana. Nemendur í leiklistaklúbbi NFFA fylla skólann af lífi og gleði langt fram á kvöld við æfingar á leikritinu Ronju Ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Formenn klúbbsins eru þær Brynja Rún Björnsdóttir og Aldís Ísabella Fannarsdóttir. Leikstjórann ættu allir að þekkja en það er Hallgrímur Ólafsson leikari en hann hefur staðið þétt á bakvið leiklistarklúbbinn síðustu ár. Tónlistarstjóri verður píanóleikarinn Birgir Þórisson en hann var

Lesa meira...

Önnur umferð Gettu betur hefst í kvöld

Sextán lið eru komin áfram í aðra umferð Gettu betur. Önnur umferð hefst í kvöld og lýkur á morgun. Dregið var í viðureignir fyrir helgi og mun lið FVA mæta liði MH í kvöld. Keppnin verður í beinni útsendingu á Rás 2 hefst klukkan 19:30 en viðureign FVA og MH hefst klukkan 21:00. Við hvetjum ykkur öll til að fylgjast með. Hér má svo lesa frétt um gengi vestlenskra liða í keppninni á vef skessuhorns.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00