Kvöldskóli í vélvirkjun

Stundaskrá kvöldskólans er komin á heimasíðuna undir Vélvirkjanám með vinnu. Við viljum biðja nemendur að kynna sér dagsetningar námsins vel og fljótlega munu koma fréttir um hópaskiptingu í verknámi. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda póst á deildarstjóra málmtæknisviðs sem er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skólasetning 17. ágúst

Þann 17. ágúst var skólinn settur og tekið var á móti nýnemum á sal skólans. Að skólasetningu lokinni hittu nýnemar umsjónarkennara sína og fóru í ratleik sem jafnframt var fræðsla um skólann. Eftir ratleikinn var nýnemum boðinn hádegisverður í mötuneyti skólans.

 

Töflubreytingar

Opnað var fyrir stundatöflur nemenda í INNU í gær og geta nemendur nú óskað eftir töflubreytingum í INNU. Lokað verður fyrir umsóknir um töflubreytingar kl. 15. föstudaginn 19. ágúst. Umsóknir verða afgreiddar jafnóðum eins og hægt og stefnt er að því að allar umsóknir séu afgreiddar kl. 12. mánudaginn 22. ágúst. Þegar umsókn er samþykkt þá breytist taflan í INNU og eru nemendur beðnir um að fylgjast með töflunum sínum þar. 

Leiðbeiningar með umsóknum um töflubreytingar er að finna hér

Ný stokkatafla (stundatafla) verður tekin í notkun á haustönninni og hana má sjá hér

Listi yfir áfanga í skólanum og stokka sem þeir tilheyra er að finna  hér

Upphaf haustannar

Alls munu um 102 nýnemar fæddir 2000 eða síðar hefja nám á brautum skólans í haust. Starfsfólk skólans býður nýnemana hjartanlega velkomna.
Móttaka fyrir nýnema verður á sal skólans miðvikudaginn 17. ágúst kl. 10.00.
Kennsla samkvæmt stundatöflu hefst fimmtudaginn 18. ágúst.

Kynningarfundur fyrir nemendur sem hefja
nám með vinnu verður haldinn mánudaginn
22. ágúst klukkan 17.

Sumarfrí

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22. júní vegna sumarleyfa starfsfólks.
Opnum aftur 4. ágúst kl. 10:00.
Gleðilegt sumar.

Brautskráning og skólaslit 28. maí 2016

Laugardaginn 28. maí síðastliðinn voru 37 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14. Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál vorannar 2016 og Sævar Berg Sigurðsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Kristinn Bragi Garðarsson hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2016.


Við athöfnina fluttu Halla Margrét Jónsdóttir, Símon Orri Jóhannson, Jóna Alla Axelsdóttir og Ari Jónsson nokkur lög.

Fyrir athöfnina tóku Guðni Hannesson og Ágústa Friðriksdóttir mynd af hópnumFyrir athöfnina tóku Guðni Hannesson og Ágústa Friðriksdóttir mynd af hópnum

Lesa meira...

Sveinspróf í húsasmíði

Nú í maí þreyttu 6 af nemendum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sveinspróf í húsasmíði. Þeir eru Leó Jónsson, Björgvin Andri Garðarson, Guðjón P Hjaltalín, Nökkvi Rúnarsson, Jóhannes Ólafsson og Garðar Guðlaugur Garðarsson. Þeir náðu góðum árangri bæði á skriflega- og verklega hluta prófsins. Prófstykkið var snúinn stigi. Stjórnendur og kennarar skólans óska þeim til hamingju með áfangann.

Á myndinni eru nemendur, kennarar og prófdómariÁ myndinni eru nemendur, kennarar og prófdómari

Herbergi laus á heimavist

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00