Berlínarfarar

20 nemendur í áfanganum EVR373 Berlin - menning, mannlíf og saga eru núna staddir í Berlín ásamt Kristínu Luise Kötterheinrich kennara. Búið er að ganga um Berlín þvera og endilanga og skoða helstu kennileiti borgarinnar, t.d. Þinghúsið, Brandenburger hliðið, Sigursúluna, hluta Berlínarmúrsins svo fátt eitt sé nefnt.

Nemendur í FVA unnu bronsverðlaun á EM í hópfimleikum

Logi Örn Ingvarsson og Helgi Laxdal Aðalgeirsson nemendur í FVA unnu bronsverðlaun í blönduðum flokki á EM í hópfimleikum ungmenna síðastliðinn föstudag. Við óskum strákunum innilega til hamingju með árangurinn.

Efri röð f.v.: Þórarinn Reynir Valgeirson, þjálfari, Guðmundur Kári Þorgrimsson, Daníel Orri Ómarsson, Kristinn Már Hjaltason, Logi Örn Ingvarsson, Helgi Laxdal Aðalgeirsson, Viktor Elí Sturluson, Karen Jóhannsdóttir, þjálfari, Inga Valdís Tómasdóttir, þjálfari. Neðri röð f.v.: Fanney Birgisdóttir, Tanja Ólafsdóttir, Hekla Björt Birkisdóttir, Heiða Kristinsdóttir, Helga Húnfjörð Jósepsdóttir, Íris Brynja Helgadóttir. Myndin er fengin að láni frá mbl.is

Bleikur dagur í FVA

Krabbameinsfélagið hvetur fólk til að klæðast bleiku í dag og sýna með því samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Í fyrstu frímínútum dagsins var bleiki liturinn áberandi í skólanum eins og myndirnar sína.

Viðurkenning fyrir framúrskarandi námsumhverfi

Meltinga- og nýrnadeild Landspítalans fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsumhverfi hjúkrunar- og sjúkraliðanema. Fyrrum nemandi á sjúkraliðabraut FVA Arna María Kjartansdóttir er sjúkraliði á deildinni og er hluti af teyminu sem sér um þjálfun og kennslu. Hér má sjá frétt um þessa viðurkenningu þar sem m.a. er rætt við Örnu Maríu.

Fyrirlestur um næringu íþróttafólks

Margrét Þóra Jónsdóttir var með fyrirlestur í gær fyrir nemendur á afreksíþróttasviði. Umfjöllunarefnið var næring íþróttafólks.

Skuggakosningar í FVA á í dag

Í dag, fimmtudaginn 13. október, fara fram skuggakosningar í FVA. Þær eru liður í lýðræðisviku sem fer fram 10.-13. október. Nemendur greiða atkvæði eins og þeir væru að ganga að kjörborðinu í alþingiskosningum 29. október og velja á milli þeirra framboða í Norðvesturkjördæmi sem hafa birt sína framboðslista. Kjördeildir eru opnar frá kl. 9:00-16:00.

Kjördeildir
Kjördeild 1: allir sem eru fæddir til og með 29. okt. 1998 mæta og kjósa í stofu B103.
Kjördeild 2: allir þeir sem fæddir eru eftir 30. okt. 1998 eða síðar mæta og kjósa í stofu B203.

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í FVA

Í morgun komu fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi í heimsókn. Fulltrúarnir kynntu sinn flokk, málstað og stefnuskrá. Nemendum var svo gefinn kostur á að bera fram spurningar. NFFA og sjálboðaliðar úr hópi nemenda sáu um fundinn.

Ástráður, forvarnastarf læknanema

Læknanemar heimsóttu nemendur FVA í lífsleikni sl. föstudag. Um var ræða fræðslu frá Ástráði, félagi læknanema um forvarnastarf. Fræðslan er byggð á jafningjagrundvelli og áhersla er lögð á fræðslu um kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og fóstureyðingar.

http://www.astradur.is/index.php/um-astrad

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00