Uppbrotsvika á afreksíþróttasviði

Vikan sem nú er að líða undir lok var óhefðbundin hjá nemendum á Afreksíþróttasviði FVA. Á mánudag var boðið upp á flot í Bjarnalaug þar sem flotið er um í vatni með þar til gerðum búnað og áhersla lögð á slökun og núvitund. Á þriðjudag fóru nemendur í blak og á fimmtudag var fyrirlestur frá Þórði Guðjónssyni.

Lesa meira...

Forvarnafræðsla og heilsuefling

Sem liður í forvarnafræðslu og heilsueflingu FVA var nemendum og starfsfólki skólans boðið á viðburð á sal í umsjónartímanum 16.nóvember. Þar fór fram formleg afhending á nýjum áfengismæli sem Minningarsjóður Lovísu Hrundar veitti skólanum. Það var Sigurður Már Gunnarsson sem afhenti mælinn fyrir hönd sjóðsins. Skólinn þakkar Minningarsjóði Lovísu Hrundar kærlega fyrir styrkinn.

Að afhendingu lokinni steig Ragna Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur á fíknigeðdeild Landspítalans, á stokk og flutti erindi um ungt fólk og vímuefnaneyslu.

Bebras áskorun

Bebras var upphaflega stofnað af Prófessor Valentina Dagiene hjá Háskólanum í Vilnius, en Bebras (e. Beaver) er heitið á dýrinu Bifur á litháísku. Hún fékk hugmyndina þegar hún var að ferðast um Finnland árið 2003 og hugmyndinni er ætlað að vekja áhuga nemenda á því að kynnast upplýsingatækni.

 

 

Lesa meira...

Skammhlaup 2016

Árlegt Skammhlaup skólans fór fram í gær, fimmtudaginn 3. nóvember. Það hófst með skrúðgöngu frá skólanum að íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem 8 lið kepptu í tugum greina. Að því loknu hélt keppnin áfram í skólanum og keppt var í hinum ýmsu námsgreinum og Skammhlaupi lauk með söng hópanna á sal.  Að þessu sinni þá varð það hvíta liðið sem stóð uppi sem sigurvegari eftir þrautir dagsins en rauða liðið fylgdi fast á eftir.. Í verðlaun voru bíómiðar frá Bíóhöllinni á Akranesi. Fleiri myndir frá Skammhlaupinu má finna á Facebook síðu skólans.

Logi Örn og Helgi Laxdal afreksmenn í fimleikum

Við skólann stunda nám tveir afreksmenn í íþróttum, þeir Logi Örn Ingvarsson og Helgi Laxdal Aðalgeirsson en þeir voru í bronsliði Íslands á EM í hópfimleikum ungmenna fyrir skömmu síðan. Þeir æfa fimleika með Stjörnunni og hafa lagt mikið á sig til þess að sækja æfingar samhliða náminu. Í frímínútum í morgun heiðraði Ágústa Elín Ingþórsdóttir þá fyrir hönd skólans fyrir þennan frábæra árangur.

West-Side í Borgarnesi í dag

Einu sinni á ári hittast nemendur framhaldsskólanna á Akranesi, í Borgarnesi og í Grundarfirði á samkomu sem kallast West-Side. Dagskrá hefst kl. 15:30 með íþróttakeppni í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Keppt verður í fótbolta, körfubolta, blaki og fílabolta. Að lokinni íþróttakeppni er spurningakeppni í anda Gettu betur. Dagskránni lýkur svo með  dansleik með Emmsjé Gauta og DJ RedRobertsson.

Annar viðburður hreyfikortsins á skólaárinu

Í gær var annar viðburður hreyfikortsins á skólaárinu byrjað var við skólann á léttri upphitun svo var boðið upp á þrjár skemmtilegar hlaupaleiðir.

Útihlaup í dag klukkan 17

Heilsueflingarteymið minnir á útihlaupið í dag kl. 17.

Við byrjum við skólann kl. 17 á léttri upphitun og síðan verður boðið upp á þrjár skemmtilegar hlaupaleiðir:

1) FVA - Vesturgata - Bárugata - Faxabraut - Langisandur - Leynisbraut - Garðagrund - Flatahverfi - Esjubraut - FVA = ca 7 - 8 km

2) FVA - Vesturgata - Bárugata - Faxabraut - Langisandur - Jaðarsbakkar - niður í átt að Flatahverfi - framhjá lögreglustöð - Esjubraut - FVA = ca 5 km

3) FVA - Vesturgata - Skólabraut - Kirkjubraut - spælegg - Esjubraut - FVA = ca 3 km

Fjölmennum endilega! Allir með!

...og verum sýnileg í rökkrinu!

…og fáum stimpil á kortið!

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00