Fyrrverandi nemandi FVA nýr ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embætti ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra þann 11. janúar síðastliðinn og var þar með yngsta konan til að gegna ráðherraembætti. Þórdís Kolbrún er fædd og uppalin á Akranesi og stundaði nám við FVA á árunum 2003 til 2007 en dvaldi í Vínarborg í Austurríki á þriðja árinu. Þórdís Kolbrún minnist framhaldsskóla árana með hlýhug og segir:

„Menntaskólaárin eru árin sem móta mann hvað mest. Þau ár voru gleðirík og lærdómsmikil í FVA. Eftir standa minningar um góðan tíma, ákveðna kennara, verkefni og félagslífið. Ég hefði hvergi annars staðar viljað vera þessi ár. Ég auðvitað fór út sem skiptinemi sem ég mæli eindregið með fyrir alla sem hafa áhuga á því. Þar lærir maður svo margt sem erfitt er að festa hendur á en skilar sér margfalt“.

Við óskum Þórdísi Kolbrúnu innilega til hamingju með embættið

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00