Leiklistarklúbburinn setur upp Ronju Ræningjadóttur

Það er nóg um að vera í skólanum þessa dagana. Nemendur í leiklistaklúbbi NFFA fylla skólann af lífi og gleði langt fram á kvöld við æfingar á leikritinu Ronju Ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Formenn klúbbsins eru þær Brynja Rún Björnsdóttir og Aldís Ísabella Fannarsdóttir. Leikstjórann ættu allir að þekkja en það er Hallgrímur Ólafsson leikari en hann hefur staðið þétt á bakvið leiklistarklúbbinn síðustu ár. Tónlistarstjóri verður píanóleikarinn Birgir Þórisson en hann var

einnig tónlistarstjóri þegar klúbburinn setti upp Grease og Gauragang. Sara Blöndal mun svo sjá um leikmynd og búninga en hún lærði leikmynda- og búningahönnun í London. Við segjum ykkur nánar frá öllu því frábæra fólki sem kemur að sýningunni þegar nær dregur en áætlað er að frumsýna í mars.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00