Fulltrúar ÍA kynna samstarfið við FVA á Austfjörðum

Fulltrúar ÍA skelltu sér á Austfirði á dögunum til að kynna félagið og samstarf þess við FVA. Við skólann okkar er hægt að stunda nám á afreksíþróttasviði og er það hugsað fyrir nemendur sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína samhliða námi í skólanum. Núna á vorönn eru 35 nemendur skráðir á afreksíþróttasvið.

Hér er hægt að lesa nánar um afreksíþróttasviðið og hér er hægt að lesa skemmtilega frétt af heimsókn ÍA á Austfirði sem birt var á vef Skagafrétta. Einnig má lesa ferðasöguna hér af facebook síðu félagsins

 

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00