Hnefaleikakappinn Bjarni Þór

Bjarni Þór Benediktsson hnefaleikakappi og nemandi okkar við FVA hefur verið að standa sig frábærlega að undanförnu. Hann var einn af átta íslenskum keppendum sem héldu til Danmerkur á Norðurlandamót um síðustu helgi. Þar mætti hann mjög sterkum keppanda frá Svíþjóð, þessi bardagi verður að sögn Bjarna mikilvæg viðbót í reynslubankann og ætlar Bjarni sér að mæta enn sterkari að ári. Þar að auki varð Bjarni Þór íslandsmeistari í hnefaleikum í lok febrúar,

í frétt skessuhorns kemur fram að úrslitaviðureignin hafi verið einstaklega spennandi og jöfn. Bjarni fékk einnig sérstaka viðurkenningu fyrir tæknilegustu viðureign mótsins. Á vefsíðum skagafrétta og skessuhorns er hægt að lesa fréttir af afrekum Bjarna Þórs. Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00