fbpx

Jafnréttis­áætlun

Miðannarmat og vetrarfrí í FVA

Þann 17. október er miðannarmat í FVA. Þá gefa kennarar nemendum umsögn og upplýsingar um stöðu í áfanga. Þann dag er ekki kennt skv. stundaskrá en ef kennari boðar nemanda til sín er skyldumæting. Föstudaginn 18. október og mánudaginn 21. október er vetrarfrí í FVA....

read more

WestSide eftir vetrarfrí

Fimmtudaginn 24. október er Westside í Borgarnesi. Það er viðburður sem haldinn er á hverju ári með nemendum í FVA, MB og FSN.Þetta er valfrjáls viðburður á vegum NFFA, þar sem nemendur etja kappi í hinum ýmsu íþróttagreinum og svo er ball um kvöldið. Brottför frá FVA...

read more

Lokun á Vogabraut

Uppfært! Nú er hafin vinna hjá skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar við þrengingu og nýja gangbraut á Vogabraut, þar sem gangbraut og stígur liggja. Umsvifin munu valda hávaða og rykmengun og tímabundinni truflun á umferð og á bílastæðum og fólk er...

read more

Arkitekt B álmu

í dag er til moldar borinn í Reykjavík Ormar Þór Guðmundsson, arkitekt (1935-2024). Hann ólst upp á Jaðarsbrautinni á Akranesi. Hann teiknaði m.a. B-álmu Fjölbrautaskólans og Landsbankahúsið á Akranesi, Versló og Flensborgarskólann. Flestar byggingar sem hann teiknaði...

read more

Gögnum skilað til Þjóðskjalasafns

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi hefur afhent Þjóðskjalasafni Íslands rafræn gögn skólans til varðveislu eins og skylt er. Gögnin eru frá tímabilinu frá 4. mars 2019 til 1. ágúst 2023. Skv. lögum er skilaskylda á gögnum til safnsins fyrir opinberar stofnanir,...

read more

Val fyrir vorið 2025

Í dag var áfangakynning á Gamla sal en þar gátu nemendur hitt kennara og kynnt sér áfanga sem verða í boði í vor. Allar upplýsingar um val má sjá hér og hægt er að sjá auglýsingar á instagram skólans.

read more

Evrópski tungumáladagurinn

Evrópski tungumáladagurinn er í dag. Þemað í ár er „Languages for peace“. Markmið Evrópska tungumáladagsins, sem haldinn er 26. september um alla Evrópu, er að vekja athygli á ríkulegum tungumála- og menningarlegum fjölbreytileika álfunnar og hvetja til að bæta úrval...

read more

Fundur á þriðjudag kl 19:30

Foreldraráð FVA stendur fyrir forvarnafundi fyrir foreldra nemenda í FVA þriðjudaginn 24. september kl 19.30. Yfirskrift fundarins er "Slakaðu á en slepptu ekki" - 18 ára ábyrgð, en þar munu Jón Arnar samfélagslögga, Heiðrún Janusardóttir, verkerfnastjóri æskulýðs og...

read more

Staðlota í meistaranámi

Dagskrá staðlotu 2 í meistaranámi FVA laugardaginn 21. september er sem hér segir. 9:00 – 11:00 MKEN5MS05, Kennsla og leiðsögn. Kennari: Trausti Gylfason 11:00 – 11:15 Hlé 11:15 – 12:15 MSSF4MS02, Stofnun og stefnumótun fyrirtækis. Kennari: Aldís Ýr Ólafsdóttir...

read more

Heimsókn rafvirkjanema til Hellisheiðarvirkjunar og Veitna

Nemendur á fimmtu önn í rafvirkjun fóru í vettvangsferð í Hellisheiðarvirkjun og í heimsókn til Veitna á Akranesi 19. september sl. Sem kunnugt er þá er Hellisheiðarvirkjun jarðvarmavirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Á svæðinu hefur verið stunduð djúp borun sem...

read more

Er allt í gulu?

Slagorðið í fyrirsögninni var valið fyrir gulan september. Það vísar til samkenndar, þess að láta sig náungann varða og hlúa saman að geðheilsunni. Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því leitaðu þá hjálpar. Ef þú hefur áhyggjur af...

read more

Gjöf frá Rafmennt

Á dögunum kom Guðmundur S. Jónsson, starfsmaður Rafmenntar, í sína árlegu heimsókn með gjafir handa nýnemum rafiðnaðardeildarinnar. Um er að ræða vinnubuxur frá Hexa sem nýtist nemendum sannarlega vel við námið. Eins og myndirnar bera með sér voru buxurnar þegnar með...

read more

Dansleikur NFFA

Fimmtudaginn 5. september er ball á vegum nemendafélags FVA, NFFA. Okkar góðu nágrönnum er þökkuð þolinmæðin! Ballið verður haldið í sal skólans, frá kl 21 til miðnættis. Húsið opnar kl 21 og lokar kl 21:30, enginn fer inn á ballið eftir það. Lögð er mikil áhersla á...

read more

Nýnemaferðin færð til þriðjudagsins 3. september

Nýnemaferð FVA var fyrirhuguð á fimmtudaginn. En þar sem veðurspá fyrir fimmtudaginn er leiðinleg ætlum við að snúa snarlega við blaðinu og færa nýnemadaginn yfir á morgundaginn, þriðjudag! Við vonum að það komi sér ekki illa fyrir neinn að fyrirvari er skammur en...

read more

Kynning fyrir foreldra nýnema

Foreldrum og forráðamönnum nemenda er boðið á kynningarfund í sal FVA þann 4. september nk. kl. 16-17. Gengið er inn undir bogann sem snýr að Vogabraut og beint inn í sal. Farið verður yfir það helsta sem brennur á í skólabyrjun. M.a. er kynning á...

read more

Kennsla hefst 19. ágúst

Fjörið er að byrja í FVA og næstu dagar fara í að koma sér í gírinn eftir sumarleyfið. Skrifstofan er opin og öllum velkomið að líta inn! Þessa dagana eru kennarar að sinna endurmenntun og ýmsum undirbúningi en á fimmtudaginn kl 9.30 er starfsmannafundur í Salnum -...

read more

Til nýnema

Föstudaginn 16. ágúst er nýnemadagur í FVA en þá koma nýir nemendur (árg. 2008) i skólann. Nánari upplýsingar verða sendar öllum nýnemum þegar nær dregur. Alls eru 117 nýnemar skráðir í skólann og við hlökkum mikið til að taka á móti...

read more

Skrifstofan er opin

Skrifstofa skólans hefur opnað að nýju eftir sumarleyfi. Hægt er að hafa samband símleiðis frá kl 8-15 (til kl 14 á föstudögum), sími 433 2500 eða með tölvupósti, skrifstofa@fva.is. Þessa dagana er m.a. verið að smíða stundatöflur o.fl. Nýnemadagur í FVA er...

read more

Lokað vegna sumarleyfis

Skrifstofa skólans er lokuð frá 24 .júní vegna sumarleyfa. Opnar aftur þann 6. ágúst kl 10. Gleðilegt sumar!

read more

Svarbréf og greiðsluseðlar

Innritun í framhaldsskóla á landsvísu er enn ólokið og ekki er heimilt að senda út svarbréf til umsækjenda fyrr en allir umsækjendur á landinu hafa fengið skólavist. Svarbréf með upplýsingum um skólavist verða send frá FVA um leið og gefið er grænt ljós frá Miðstöð...

read more

Styttist í svarbréfin!

Innritun nýrra nemenda í skólann gengur mjög vel og er vinnan á lokametrunum. Fjölda nýrra nemenda og endurinnritaðra er 150 og eru nemendur sem hafa ný lokið 10. bekk þar í meirihluta. Skiptingin á brautir er nokkuð hefðbundin og full skráning í allar tegundir...

read more

Vinna við innritun í fullum gangi

Á skrifstofu skólans er unnið hörðum höndum að undirbúningi skólaársins 2024-2025. Umsóknartímabili 10. bekkinga lauk síðastliðinn föstudag og við höfum skilað inn listum til Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem sér um að öll sem luku grunnskólanámi í vor fái...

read more

Sex luku sveinsprófi um helgina

Um síðustu helgi þreyttu sex nemendur skólans sveinspróf í húsasmíði. Prófið var haldið í FVA og stóðust allir með glans. Stjórnendur og kennarar skólans óska þeim innilega til hamingju með áfangann! Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur ásamt kennurum og prófdómara með...

read more

Styrkur úr Sprotasjóði 2024

Sprotasjóður leik- grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað 59,8 m.kr. til 32 skólaþróunarverkefna fyrir skólaárið 2024–2025. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Bragi Þór Svavarsson, formaður stjórnar sjóðsins, afhentu styrkina við hátíðlega...

read more

Skólaheimsókn FVA í Porto

Hópur starfsfólks FVA er í Portúgal til að kynna sér skólastarf þar í landi. Heimsóttir voru tveir skólar í gær og fyrradag, annar í Ponte de Lima en hinn í Porto. Veðrið er alveg ágætt.

read more

Brautskráning 24. maí 2024

Útskriftarhópurinn vorið 2024 með skólameistara og aðstoðarskólameistara. Í dag, föstudaginn 24. maí 2024, voru 78 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands af 9 mismunandi námsbrautum. 15 hafa lokið burtfararprófi úr rafvirkjun, einn nemandi er að ljúka...

read more

Áfram Afrek!

Í lok apríl var gefin út skýrslan "Áfram Ísland: Tillögur að fyrirkomulagi afreksstarfs". Í skýrslunni eru settar fram tillögur um hvernig megi stórefla afreksíþróttastarf í landinu með fjölbreyttum hætti, styðja betur við afreksíþróttafólk og efla tengsl milli...

read more

Alls konar íslenska

Símenntun á Vesturlandi stendur nú fyrir verkefninu "Hér er töluð allskonar íslenska". Hugmynd verkefnisins er að Vesturland fari í átak í maí mánuði til að efla samtal og samskipti á íslensku. Það er mikilvægt fyrir íbúa af erlendum uppruna að fá vitneskju um það að...

read more

Brautskráning 24. maí

Brautskráning á föstudaginn! Útskriftarnemar mæta kl 11. Hér er dagskráin. Ath að hver útskriftarnemi má hafa með sér tvo gesti. Streymt verður frá athöfninni, slóð kemur á vef skólans og fb samdægurs.

read more

Sjúkrapróf

Sjúkrapróf í eftirtöldum áföngum fara fram á morgun, miðvikudag kl. 9: HJÚK2HM05 ÍSLE3BS05 ÍSLE2RL05 FRVV1FB05 Prófin verða í stofu B207.

read more

Prófsýning og námsmatsviðtöl

Miðvkudaginn 22. maí kl 11.30-12.30 gefst nemendum og forráðamönnum tækifæri til að koma í skólann og skoða prófúrlausnir og námsmat annarinnar með kennara. Verið velkomin!

read more

Farsældardagurinn

Farsældardagurinn á Vesturlandi verður haldinn 16. maí nk í Borgarnesi. Frá FVA og Akraneskaupstað fer dágóður hópur. Markmið Farsældardagsins er að styrkja tengslanet og þekkingu aðila sem koma að farsæld barna og ungmenna. Efnt er til vinnufundarins til að efla...

read more

Prófa- og verkefnadagar

Prófa- og verkefnadagar hefjast mánudaginn 13. maí í FVA en þá eru nemendur ýmist í hluta- eða lokaprófum eða í annars konar námsmati og verkefnavinnu í öllum greinum til og með 21. maí skv. stundatöflu í INNU.

read more

Dimmision í dag!

Í dag er dimission í FVA en þetta framandi orð er komið úr latínu og merkir „að senda burt“. Útskriftarefni kveðja nú kennara sína og starfsfólk skólans og halda burt á vit nýrra ævintýra. Með seiglu og úthaldi og stuðningi okkar góðu kennara standa þessir nemendur nú...

read more

Lokaball í FVA

Miðvikudagskvöldið 8. maí er ball haldið í sal FVA, frá kl 21 til miðnættis. Nýtt hljóðkerfi verður vígt og gleðin við völd. Ströng gæsla er á ballinu að vanda og brot á skólareglum litið alvarlegum augum. Nágrönnum er þökkuð þolinmæði og umburðarlyndi í okkar garð....

read more

Laus störf í kennslu

Okkur vantar fólk til að kenna nemendum okkar í rafvirkjun og húsasmíði næsta skólaár (mögulega í dreifnámi, helgar eða seinnihluta dags). Fjölbreytt og skemmtilegt starf, frábær starfsmannahópur og yndislegir nemendur! Sjá á Starfatorgi: Sækja um í húsasmíði Sækja um...

read more

Úrslit stærðfræðikeppninnar!

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi var haldin föstudaginn 15. mars í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Metfjöldi þátttakenda var að þessu sinni eða 180 nemendur frá 7 grunnskólum á Vesturlandi. Veittar voru viðurkenningar fyrir 10 efstu sætin og...

read more

Vel heppnaður forvarnardagur 9. apríl!

Þann 9. apríl sl. fór fram forvarnadagur í Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi, FVA. Fulltrúar frá Samgöngustofu og lögreglunni á Vesturlandi fluttu erindi fyrir nemendur um þá áhættuþætti sem snúa að ungum ökumönnum. Að þeim loknum var erindi frá Neyðarlínunni og...

read more

Umferðar forvarnardagur 9. apríl 2024

Dagskrá morgundagsins er eftirfarandi: Kennsla í fyrsta tíma 9:40 fyrirlestrar á sal, við ætlum ekki að merkja við en þið sem eruð með tíma vinsamlegast farið í stofurnar og sendið nemendur inn í sal. Sviðsett slys fyrir utan skólann kl.11:12 Matur í hádeginu fyrir...

read more

Páskaleyfi

Skrifstofa skólans er lokuð í dymbilviku en opnar aftur að morgni þriðjudagsins 2. apríl kl 8. Iðnaðarmenn eru að störfum í skólanum, verið er að mála þrjár kennslustofur og vinna stendur yfir við vatnslagnir. Einnig er verið að æfa söngleikinn Grease! Sjáumst hress...

read more

Kváradagurinn

Í dag heldur kynsegin fólk kváradaginn hátíðlegan. Karl - Kona - Kvár Strákur - Stelpa - Stálp Hann - Hún - Hán Líkt og fyrsti dagur þorra er bóndadagur, og fyrsti dagur góu er konudagur, er fyrsti dagur einmánaðar kváradagur. Hann hefur nú verið haldinn í nokkur ár...

read more

Nemendaferð til RARIK í Borgarnesi

Í morgun, 22. mars fóru nemendur 6. annar í rafvirkjun í vettvangsferð til RARIK í Borgarnesi. Ferðin hafði staðið til í nokkurn tíma en vel var tekið á móti nemunum  af starfsmönnum RARIK. Eins og alþjóð veit þá sinnir RARIK dreifingu rafmagns til notenda um allt...

read more

Lausnir úr stærðfræðikeppni grunnskóla 2024

Stærðfræðikeppni grunnskóla var haldin í FVA 8. mars sl. og fór vel fram! Hér er hægt að sjá lausnir úr prófunum í ár! Nemendur í 10 efstu sætunum í prófinu í hverjum árgangi koma síðan í verðlaunaafhendingu laugardaginn 13. apríl kl. 11 í sal skólans þar sem þeir fá...

read more

Vinningshafar í spurningaleik

Vinningshafar í spurningaleik sem haldinn var á Opna húsinu 13. mars sl. eru Árni Daníel og Ásrún! Þau unnu tvo miða á leikritið Grease sem leiklistarklúbburinn Melló er að fara að sýna í apríl. Til hamingju! Steinunn skólameistari dregur út vinningshafa og Árni...

read more

Opið hús í dag!

Verið öll velkomin í Opið hús í FVA í dag. Þið rennið á vöffuilminn og gleðilætin.

read more

Stærðfræðikeppni grunnskóla

Hefð er fyrir því að halda stærðfræðikeppni í FVA fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla á Vesturlandi. Skráðir keppendur í ár eru um 180 úr sjö skólum. Keppnin er haldin í FVA föstudaginn 8. mars og hefst kl 13. Öllum þátttakendum er boðið í pizzu að keppni...

read more

Valvika í FVA

Valtímabilið er hafið og stendur til og með 8. mars. Í þessari viku velja nemendur áfanga fyrir næstu önn og staðfesta þannig áframhaldandi nám við skólann og hvert stefnt er. Að velja er einfalt mál, hægt að gera hjálparlaust með einföldum hætti í símanum / tölvunni....

read more

Næsta lota í meistaraskólanum

Um helgina voru haldin próf í þremur áföngum í meistaraskólanum. Einkunnir birtast von bráðar í iNNU. Á laugardaginn hefst ný lota og nýir áfangar bætast við: Rekstrarfræði, Mannauðsstjórnun og Launa- og verkbókhald. Staðlotur eru sem hér segir: 9. mars kl 9-12.30 6....

read more

Próf í meistaraskóla

Prófadagur fyrri spannar fyrstu annar meistaraskólans fer fram á laugardaginn sem hér segir: Kl. 9-11: Grunnur að gæðahandbók. Í stofum B205 og B207 Kl. 11-13: Almenn lögfræði og reglugerðir. Í stofum B205 og B207 Kl. 13-15: Bókhald. Tölvupróf í stofu B101. Kaffi í...

read more

Starfsþróunardagur 1. mars

Kennsla í FVA fellur niður föstudaginn 1. mars nk. Þá kemur saman starfsfólk frá 24 framhaldsskólum á landinu og sinnir starfsþróun í höfuðborginni með formlegri dagskrá. Heimavist lokar á fimmtudaginn kl 18. Kennt er í helgarnáminu 2. og 3. mars.

read more

Heimsókn frá VG

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra ásamt fulltrúum frá Vinstri Grænum voru á ferðinni í dag 27. febrúar í kjördæmaviku og kíktu í heimsókn til okkar til að ræða málefni framhaldsskólanna. Takk fyrir komuna! Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari með...

read more

Ball í kvöld og vorfrí

Í dag lýkur Opnum dögum með árshátíð Nemendafélags FVA. Hátíðin hefst kl 18 með kvöldverði og skemmtidagskrá í Golfskálanum. Klukkan 21 hefst dansleikur í sal skólans. Hljómsveitin Færibandið sér um fjörið. Búast má við ómandi danslögum um nágrennið til miðnættis....

read more

Svefn og heilsa á Opnum dögum

Opnir dagar hófust í gær með þrusufyrirlestri frá Margréti Láru Viðarsdóttur, sálfræðingi og atvinnukonu í knattspyrnu, og Einari Erni Guðmundssyni, sjúkraþjálfara. Þau messuðu  yfir troðfullum sal m.a. um metnað til að ná árangri og sjálfsaga, svefn og örvandi...

read more

Staðlota í meistaraskólanum 10. febrúar

Næsta staðlota meistaraskólans í FVA er laugardagurinn 10. febrúar nk kl 9-12 í stofu B207. Dagskrá Kl 9-10 Almenn lögfræði og reglugerðir: Aldís Ýr ÓlafsdóttirKAFFI Kl 10.20 Grunnur að gæðahandbók: Trausti Gylfason 10 mín hlé Kl 11.30-12.30 Bókhald: Guðlaugur Þór...

read more

Um stafrænt ofbeldi

Gagnlegar upplýsingar frá Þórdísi Elvu Á mánudaginn var Viku Sex í FVA startað hátíðlega með upplýsandi, áhrifaríkum og gagnlegum fyrirlestri Þórdísar Elvu um stafrænt ofbeldi. Troðfullur salur af spenntum áheyrendum. Þórdís Elva m.a. benti á eftirfarandi...

read more

Días recreativos! Kreatywne dni!

Núna er Vika Sex í fullum gangi í FVA, þ.e. fræðslufyrirlestrar ofl um sambönd og samskipti. Það eru nemendur og stoð- og EKKÓ-teymi sem standa að viðburðunum. Dagskráin í þessari viku hefur lítil áhrif á stundatöfluna. En Opnir dagar sem hefjast í næstu viku setja...

read more

Þökkuð samfylgd

Í dag kl 13 fer fram frá Akraneskirkju útför Kristjáns Elís Jónassonar kennara (1940-2024). Hann starfaði lengi við Fjölbrautaskóla Vesturlands og kenndi ýmsar námsgreinar, s.s. lífsleikni og grunnteikningu. Hann lét af störfum 2010, sjötugur að aldri. Samstarfsfólk...

read more

Nemendur í iðnnámi og forráðamenn!

Námssamningur og starfsnám Frá 1. ágúst 2022 varð breyting á námssamningum iðnnema. Þá voru teknir upp rafrænir námssamningar og svonefnd ferilbók sem er rafræn skráning um framvindu náms og námsferil nemanda á vinnustað þar sem hæfni nemanda er staðfest af...

read more

Vika Sex 5.-9. febrúar

Í næstu viku verður ýmislegt ferskt á döfinni. Við ætlum að fókusa á samskipti og sambönd í lífinu, fáum fræðslu og gerum okkur glaðan dag. Ekki missa af neinu!

read more

Góður fyrirlestur um Hugarfrelsi sl. mánudag

Fyrirlestur fyrir forráðamenn og aðra áhugasama um Hugarfrelsi var haldinn í sal FVA, sl. mánudagskvöld. Foreldraráð FVA stóð fyrir viðburðinum þar sem Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir fóru yfir einfaldar aðferðir til að auka vellíðan ungmenna. Á...

read more

Erasmus-ævintýri í Þýskalandi

Þá er komið að heimferð eftir mjög vel heppnað Erasmus-ævintýri í Þýskalandi. Nemendur FVA stóðu sig eins og hetjur, bæði í vel skipulögðu prógramminu en ekki síður í lífinu utan dagskrár þar sem þau tóku þátt í heimilislífi bláókunnugs fólks sem fór að mestu fram á...

read more

Foreldraráð FVA kynnir: Hugarfrelsi

Fyrirlestur fyrir forráðamenn og aðra áhugasama um Hugarfrelsi verður haldinn í sal FVA, mánudagskvöldið 22. janúar kl 20. Foreldraráð FVA stendur fyrir viðburðinum. Verið velkomin!

read more

Tólf luku sveinsprófi um helgina

Tólf nemendur FVA luku sveinsprófi í húsasmíði 5.-7. janúar. Prófið var haldið í FVA og stóðust allir með glans! Til hamingju nýsveinar! Hluti af hópnum sem lauk sveinsprófi í húsasmíði.

read more

Opnir tímar í stærðfræði

Í boði eru opnir tímar í stærðfræði með kennara í kennslustofunni sem kallast Verið. Sigga verður á miðvikudögum frá 12:35-13:30 og Lilja á föstudögum frá 09:40-10:35 Verið innilega velkomin með allar pælingar og dæmi!

read more

Ekki á bílnum

Meðan hlýtt er í veðri og greiðar gönguleiðir í allar áttir er skorað á bæði nemendur og starfsfólk FVA að ganga til vinnu og í skólann ef mögulegt er.

read more

Áfram í Gettu betur

FVA sigraði FS í undankeppni Gettu betur í gærkvöldi, 16-12. Við höfum því von um að komast áfram, alla leið í sjónvarpið! Til hamingju Viskuklúbbur: Nói, Ingibjörg og Daði.

read more

Meistaraskólinn hefst 13. janúar

Fyrsti kennsludagur í fyrstu spönn í dreifnámi hjá meistaraskólanemum er staðlota í FVA. laugardagurinn 13. janúar nk kl 9-12 í stofu B207. Á milli lota sinna nemendur heimanámi og verkefnavinnu. Dagskrá 13. janúar: Kl 9-10 Almenn lögfræði og reglugerðir: Aldís Ýr...

read more

Nýtt ár, ný önn!

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á árinu sem er liðið í aldanna skaut. Allt um upphaf skólastarfs í fréttabréfinu okkar, Skruddunni, og í pósti frá áfangastjóra sem sent er á netfang allra nemenda skólans. Íbúar á heimavist koma á vistina í dag frá kl 17....

read more

Gleðilegt ár!

FVA óskar öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Við hlökkum til að hitta alla nemendur aftur á nýju ári! Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 4. janúar.

read more

Brautskráning frá FVA

Útskriftarhópurinn haustið 2023 með skólameistara og áfangastjóra. Í dag, miðvikudaginn 20. desember 2023, voru 53 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. 19 hafa lokið burtfaraprófi í húsasmíði, tveir nemendur eru að ljúka bæði burtfaraprófi í...

read more

Opnunartími skrifstofu um jólin

Skrifstofa FVA er lokuð frá 21. desember til kl 10 þann 2. janúar. Bókasafnið er lokað til 3. janúar. Skrifstofur stoðteymis og starfsbrautar eru einnig lokaðar milli hátíðanna. Þann 3. janúar er starfsmannafundur kl 10. Kennsla hefst 4. janúar skv. stundaskrá. Bestu...

read more

Brautskráning frá FVA

Brautskráning frá FVA er miðvikudaginn 20. desember kl. 13. Útskriftarnemar mæta kl 11 en þá er myndataka, æfing og hressing. Athöfnin sjálf tekur um klst. Alls verða brautskráðir 55 nemendur. Gestir hjartanlega velkomnir á brautskráninguna, nægt...

read more

Dimission!

Í dag er dimission í FVA en þetta framandi orð er komið úr latínu og merkir "að senda burt". Útskriftarefni kveðja nú kennara sína og starfsfólk skólans og halda burt á vit nýrra ævintýra. Skólinn bauð til morgunverðar kl 8 í salnum og hópurinn hélt svo suður til...

read more

Þér er boðið í bíó

FVA og NFFA bjóða starfsfólki og nemendum í bíó nk mánudagskvöld. Sýnd er stórmyndin Heimaleikurinn. Myndin segir á gamansaman hátt frá tilraun manns til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem...

read more

Málstofa sjúkraliðanema 24. nóvember

Föstudaginn 24. nóvember verður málstofa sjúkraliðanemenda í stofu B207 en þar munu nemendur kynna lokaverkefni sín sem þau hafa unnið að alla önnina.  Áhugasamir eru hvattir til að kíkja við enda mörg spennandi erindi á dagskrá. Nemendur hafa leyfi til að bjóða...

read more

Frábær árangur nemenda í kraftlyftingum!

Íslandsmót unglinga – og öldunga í klassískum kraftlyftingum fór fram á Akranesi nýverið. Alls tóku 81 keppendur þátt og voru sjö keppendur frá Kraftlyftingafélagi Akraness. Nemendur úr FVA tóku þar gull! Frekari upplýsingar á vef Skagafrétta: Frábær árangur...

read more

Námsmatsdagar

Á námsmatsdögum eru nemendur ýmist í lokaprófum skv. próftöflu eða í annars konar námsmati í öllum fögum skv. stundaskrá í INNU. Það er EKKI frí á námsmatsdögum.

read more

Sundfólkið okkar stóð sig vel á Íslandsmeistaramóti

Tólf sundmenn frá ÍA tóku þátt á Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Á mótinu voru 184 keppendur frá 15 félögum. Við í FVA áttum glæsilega fulltrúa sem eru eða hafa stundað nám á afreksíþróttasviði. Nánari upplýsingar í...

read more

Skammhlaupsball

Til foreldra / forráðamanna nemenda í FVA Á morgun 9. nóvember, er árlegt Skammhlaup í skólanum með tilheyrandi fjöri. Síðan er dansleikur á vegum nemendafélagsins um kvöldið. Ballið er haldið í sal skólans, frá kl 21 til miðnættis. Húsið opnar kl 21 og lokar kl...

read more

Nemendur FVA á barnaþingi

Þessa dagana er haldið barnaþing hjá Akraneskaupstað sem er vettvangur fyrir börn og ungmenni á svæðinu til að koma saman og ræða málefni sem á þeim brenna. Þar fær unga fólkið tækifæri til að tjá skoðanir og viðhorf til sveitarfélagsins og þeirrar þjónustu sem það...

read more

Erlent samstarf hér og þar

Í dag koma tveir verknámskennarar frá Þýskalandi í heimsókn í FVA. Erindið er að kynna sér verknám, einkum húsasmíði. Kristinn deildarstjóri tekur á móti þeim og sýnir þeim aðstöðuna. Heute kommen zwei Lehrer aus Deutschland zu Besuch die Berufsausbildung,...

read more

Meistaranám í FVA

Innritun í FVA er hafin fyrir vorönn 2024. Eftir nokkurt hlé verður að nýju boðið upp á meistaranám i iðngreinum í FVA fyrir þá sem hafa lokið sveinsprófi í löggiltum iðngreinum. Meistaranámið er á 4. hæfniþrepi, 38 einingar í 2-3 annir, kennt í dreifnámi með spönnum...

read more

Könnun, Stofnun ársins

Þessa dagana fer í gang starfsumhverfiskönnunin Stofnun ársins en tilgangur hennar er að styrkja starfsumhverfið. Könnunin veitir ítarlegar upplýsingar um styrkleika og áskoranir sem nýtast til umbóta á okkar góða vinnustað.  Við í FVA getum sannarlega...

read more

Rúta í bæinn

Konum og kynsegin í FVA, starfsfólki og nemendum, sem hyggjast mæta á baráttufund á Arnarhóli í tilefni af Kvennafrídeginum 24. október, býðst að fara með langferðabíl í boði skólans. Bílinn fer kl 12 frá FVA. Áætluð heimferð er um kl 16. Skráning er nauðsynleg, á...

read more

Nemendur í Berlín

Hópur nemenda FVA er kominn heilu og höldnu heim eftir ævintýri í Berlín 9.-13. október. Ferðin er hluti af áfanganum EVRÓ2BE05 Berlín - saga og menning. Glímt var við ýmis verkefni sem efldu þýskukunnáttuna auk þess sem helstu merkisstaðir voru skoðaðir. Frábær ferð...

read more

Kvennafrídagur 24. október

Eitt af þremur gildum FVA er jafnrétti. Launþegasamtök, kvennasamtök og mannréttindasamtök hafa á landsvísu hvatt til verkfalls á kvennafrídaginn 24. okt. nk til að berjast fyrir jafnrétti, þar á meðal Kennarasamband Íslands, Sameyki og VLFA sem...

read more

Miðannarmat og vetrarfrí

Föstudaginn 13. október er námsmatsdagur þar sem kennarar taka stöðuna á hverjum nemanda í hverjum áfanga og birtist einkunn og umsögn í INNU eftir vetrarfrí. Ef kennari boðar þig í námsmat eða verkefnavinnu 13. október er skyldumæting. Þann 16. og 17....

read more

Kennaradagurinn

Í dag er alþjóðlegur dagur kennara. Takk kennarar FVA fyrir ykkar góða starf og til hamingju með daginn!

read more

WestSide, við erum á leiðinni!

FImmtudaginn 5. október er hópferð á WestSide í Grundarfirði. WestSide er íþróttakeppni, spurningakeppni og ball með MB og FSN. Brottför er kl 14 frá FVA, áætluð heimkoma kl 02 (við FVA). Farið verður með rútu sem við höfum hvatt nemendur til að nýta sér. Þeir...

read more

Samskiptasáttmáli FVA

Nú er afurð vinnu starfsfólks og nemenda sl. vor við samskiptasáttmála FVA komin á prent: Veggspjöld hafa verið sett upp á veggi hér og þar í húsinu, ýmist risastór eða lítil. Samskiptasáttmálinn  er líka aðgengilegur á vefsíðunni okkar og auðvitað á Instagram....

read more

Alþjóðlegt samstarf, gestir í heimsókn

Sl. vor var í París haldinn fyrsti fundur í umhverfisverkefni á vegum Erasmus+ sem heitir Be Green. Helena Valtýsdóttir alþjóðafulltrúi sótti fundinn fyrir hönd FVA. Fimm kennarar FVA sóttu næsta fund á Krít sem var í júní og var yfirskriftin „From Seed to Spoon“....

read more

Heilsuvikan hafin

Heilsuvikan hófst í dag með látum. Sippukeppnin var ótrúlega jöfn og kennarar unnu með naumindum. Í dag kajakróður í boði kl 16. Sjá dagskrána, kynnt daglega á instagram.

read more

Íþróttahúsinu við Vesturgötu lokað

Vegna ófullnægjandi loftgæða hefur Akraneskaupstaður tekið ákvörðun um að loka hluta íþróttahússins við Vesturgötu frá og með fimmtudeginum 21. september n.k. Ráðist verður strax í endurbætur og íþróttasal og kjallara hússins lokað á meðan. Nánar um fyrirkomulag og...

read more