Jafnréttisáætlun
Brautskráning frá FVA
Brautskráning frá FVA er miðvikudaginn 20. desember kl. 13. Útskriftarnemar mæta kl 11 en þá er myndataka, æfing og hressing. Athöfnin sjálf tekur um klst. Alls verða brautskráðir 55 nemendur. Gestir hjartanlega velkomnir á brautskráninguna, nægt...
Dimission!
Í dag er dimission í FVA en þetta framandi orð er komið úr latínu og merkir "að senda burt". Útskriftarefni kveðja nú kennara sína og starfsfólk skólans og halda burt á vit nýrra ævintýra. Skólinn bauð til morgunverðar kl 8 í salnum og hópurinn hélt svo suður til...
Þér er boðið í bíó
FVA og NFFA bjóða starfsfólki og nemendum í bíó nk mánudagskvöld. Sýnd er stórmyndin Heimaleikurinn. Myndin segir á gamansaman hátt frá tilraun manns til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem...
Málstofa sjúkraliðanema 24. nóvember
Föstudaginn 24. nóvember verður málstofa sjúkraliðanemenda í stofu B207 en þar munu nemendur kynna lokaverkefni sín sem þau hafa unnið að alla önnina. Áhugasamir eru hvattir til að kíkja við enda mörg spennandi erindi á dagskrá. Nemendur hafa leyfi til að bjóða...
Frábær árangur nemenda í kraftlyftingum!
Íslandsmót unglinga – og öldunga í klassískum kraftlyftingum fór fram á Akranesi nýverið. Alls tóku 81 keppendur þátt og voru sjö keppendur frá Kraftlyftingafélagi Akraness. Nemendur úr FVA tóku þar gull! Frekari upplýsingar á vef Skagafrétta: Frábær árangur...
Námsmatsdagar
Á námsmatsdögum eru nemendur ýmist í lokaprófum skv. próftöflu eða í annars konar námsmati í öllum fögum skv. stundaskrá í INNU. Það er EKKI frí á námsmatsdögum.
Sundfólkið okkar stóð sig vel á Íslandsmeistaramóti
Tólf sundmenn frá ÍA tóku þátt á Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Á mótinu voru 184 keppendur frá 15 félögum. Við í FVA áttum glæsilega fulltrúa sem eru eða hafa stundað nám á afreksíþróttasviði. Nánari upplýsingar í...
Skammhlaupsball
Til foreldra / forráðamanna nemenda í FVA Á morgun 9. nóvember, er árlegt Skammhlaup í skólanum með tilheyrandi fjöri. Síðan er dansleikur á vegum nemendafélagsins um kvöldið. Ballið er haldið í sal skólans, frá kl 21 til miðnættis. Húsið opnar kl 21 og lokar kl...
Nemendur FVA á barnaþingi
Þessa dagana er haldið barnaþing hjá Akraneskaupstað sem er vettvangur fyrir börn og ungmenni á svæðinu til að koma saman og ræða málefni sem á þeim brenna. Þar fær unga fólkið tækifæri til að tjá skoðanir og viðhorf til sveitarfélagsins og þeirrar þjónustu sem það...
Erlent samstarf hér og þar
Í dag koma tveir verknámskennarar frá Þýskalandi í heimsókn í FVA. Erindið er að kynna sér verknám, einkum húsasmíði. Kristinn deildarstjóri tekur á móti þeim og sýnir þeim aðstöðuna. Heute kommen zwei Lehrer aus Deutschland zu Besuch die Berufsausbildung,...
Meistaranám í FVA
Innritun í FVA er hafin fyrir vorönn 2024. Eftir nokkurt hlé verður að nýju boðið upp á meistaranám i iðngreinum í FVA fyrir þá sem hafa lokið sveinsprófi í löggiltum iðngreinum. Meistaranámið er á 4. hæfniþrepi, 38 einingar í 2-3 annir, kennt í dreifnámi með spönnum...
Könnun, Stofnun ársins
Þessa dagana fer í gang starfsumhverfiskönnunin Stofnun ársins en tilgangur hennar er að styrkja starfsumhverfið. Könnunin veitir ítarlegar upplýsingar um styrkleika og áskoranir sem nýtast til umbóta á okkar góða vinnustað. Við í FVA getum sannarlega...
Rúta í bæinn
Konum og kynsegin í FVA, starfsfólki og nemendum, sem hyggjast mæta á baráttufund á Arnarhóli í tilefni af Kvennafrídeginum 24. október, býðst að fara með langferðabíl í boði skólans. Bílinn fer kl 12 frá FVA. Áætluð heimferð er um kl 16. Skráning er nauðsynleg, á...
Nemendur í Berlín
Hópur nemenda FVA er kominn heilu og höldnu heim eftir ævintýri í Berlín 9.-13. október. Ferðin er hluti af áfanganum EVRÓ2BE05 Berlín - saga og menning. Glímt var við ýmis verkefni sem efldu þýskukunnáttuna auk þess sem helstu merkisstaðir voru skoðaðir. Frábær ferð...
Kvennafrídagur 24. október
Eitt af þremur gildum FVA er jafnrétti. Launþegasamtök, kvennasamtök og mannréttindasamtök hafa á landsvísu hvatt til verkfalls á kvennafrídaginn 24. okt. nk til að berjast fyrir jafnrétti, þar á meðal Kennarasamband Íslands, Sameyki og VLFA sem...
Miðannarmat og vetrarfrí
Föstudaginn 13. október er námsmatsdagur þar sem kennarar taka stöðuna á hverjum nemanda í hverjum áfanga og birtist einkunn og umsögn í INNU eftir vetrarfrí. Ef kennari boðar þig í námsmat eða verkefnavinnu 13. október er skyldumæting. Þann 16. og 17....
Kennaradagurinn
Í dag er alþjóðlegur dagur kennara. Takk kennarar FVA fyrir ykkar góða starf og til hamingju með daginn!
WestSide, við erum á leiðinni!
FImmtudaginn 5. október er hópferð á WestSide í Grundarfirði. WestSide er íþróttakeppni, spurningakeppni og ball með MB og FSN. Brottför er kl 14 frá FVA, áætluð heimkoma kl 02 (við FVA). Farið verður með rútu sem við höfum hvatt nemendur til að nýta sér. Þeir...
Samskiptasáttmáli FVA
Nú er afurð vinnu starfsfólks og nemenda sl. vor við samskiptasáttmála FVA komin á prent: Veggspjöld hafa verið sett upp á veggi hér og þar í húsinu, ýmist risastór eða lítil. Samskiptasáttmálinn er líka aðgengilegur á vefsíðunni okkar og auðvitað á Instagram....
Alþjóðlegt samstarf, gestir í heimsókn
Sl. vor var í París haldinn fyrsti fundur í umhverfisverkefni á vegum Erasmus+ sem heitir Be Green. Helena Valtýsdóttir alþjóðafulltrúi sótti fundinn fyrir hönd FVA. Fimm kennarar FVA sóttu næsta fund á Krít sem var í júní og var yfirskriftin „From Seed to Spoon“....
Heilsuvikan hafin
Heilsuvikan hófst í dag með látum. Sippukeppnin var ótrúlega jöfn og kennarar unnu með naumindum. Í dag kajakróður í boði kl 16. Sjá dagskrána, kynnt daglega á instagram.
Íþróttahúsinu við Vesturgötu lokað
Vegna ófullnægjandi loftgæða hefur Akraneskaupstaður tekið ákvörðun um að loka hluta íþróttahússins við Vesturgötu frá og með fimmtudeginum 21. september n.k. Ráðist verður strax í endurbætur og íþróttasal og kjallara hússins lokað á meðan. Nánar um fyrirkomulag og...
Aðgangskerfi að heimavist
Fimmtudaginn 21. september verður aðgangskerfið Paxton virkjað á heimavistinni. Það þýðir að hver vistarbúi er með rafrænan lykil að útidyrunum í símanum sínum en venjulegir lyklar ganga ekki lengur að. Áfram eru hefðbundir lyklar að herberginu. Hafðu samband við...
Ball á fimmtudag
Fimmtudaginn 21. september er nýnemaball á vegum nemendafélags FVA, NFFA. Ballið verður haldið í sal skólans, frá kl 21 til miðnættis. Páll Óskar mætir á svæðið ásamt DJ Marinó og Young Nigo Drippin. Húsið opnar kl 21 og lokar kl 21:30, enginn fer inn á ballið...
SamSTEM-verkefni
Við í FVA tökum þátt í svokölluðu SamSTEM verkefni sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins er að fjölga brautskráðum nemendum í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði....
Fundur með foreldrum og forráðamönnum 12. september kl 16
Foreldrum og forráðamönnum nemenda er boðið á kynningarfund í sal FVA þann 12. september nk. kl. 16. Gengið er inn undir bogann sem snýr að Vogabraut og beint inn í sal. Farið verður yfir það helsta sem brennur á í skólabyrjun. M.a. er kynning á húsnæði...
Námsver – aðstoð í STÆR
Stærðfræðin vefst fyrir mörgum en stundum þarf bara smá aðstoð til að komast í gang. Í Verinu (B203) er stærðfræðiaðstoð tvisvar í viku. Hægt að koma með dæmi og verkefni og fá aðstoð kennara - hefst á morgun 29. ágúst. Hægt að mæta af og til eða í alla tíma, eins og...
Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla í heimsókn
Í gær endurguldu nemendur afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla heimsókn FVA frá því í vor. 64 galvaskir íþróttakrakkar mættu á Skagann og fóru með nemendum FVA upp á Akrafjall. Hluti hópsins gengu á Háahnúk og hinn á Guðfinnuþúfu. Þegar hópurinn mætti aftur í skólann...
Nýnemaferð FVA
Föstudaginn 25. ágúst stendur NFFA fyrir nýnemaferð eins og venja er í upphafi skólaárs. Nokkrir kennarar fara með auk stjórnar NFFA. Farið er með langferðabifreið út fyrir bæjarmörkin og ýmislegt gert sér til gamans. Nýnemar mæta kl 8.30 í Salnum og áætluð heimkoma...
Brúsi og lás
Vatnsvélar eru á nokkrum stöðum í skólanum. Nemendur eru hvattir til að koma með brúsa að heiman til að fylla á yfir daginn. Minnt er á hafragrautinn sem er ókeypis í mötuneytinu alla morgna. Á skrifstofu skólans er hægt er að leigja skáp undir t.d. bækur, tölvu og...
Nýnemadagur!
Nýnemadagurinn heppnaðist einstaklega vel en nemendur á fyrsta ári mættu fullir af tilhlökkun í salinn í morgun. Skólameistari bauð öllum viðstöddum velkomin í skólann og haldnar voru nokkrar kynningar, m.a. á nemendafélaginu, Hvíta húsinu og stoðteymi FVA....
Nýnemar og nýir vistarbúar
Fimmtudaginn, 17. ágúst, er nýnemadagur kl 10-12, öll sem luku 10. bekk í vor mæta þá í salinn! Gengið er inn aðaldyramegin (frá Vogabraut), undir bogann og beint af augum inn í Sal. Það er stutt kynningardagskrá og við fáum okkur léttan hádegisverð saman. Sama dag kl...
Upphaf haustannar
Mikil aðsókn er að skólanum sem er þéttsetinn nú á haustönn. Að gefnu tilefni: það eru engin laus pláss í dreifnámi í húsasmíði! Miklar framkvæmdir vegna endurbóta standa yfir í B-álmu skólans sem vonandi verður lokið þegar skólinn hefst. Miðvikudaginn 16. ágúst kl 9...
Skólinn hefst á ný!
Allir fyrrum 10. bekkingar sem eru innritaðir í FVA næsta skólaár mæta fimmtudaginn 17. ágúst kl. 10 í nýnemakynningu í sal skólans. Gengið er inn undir bogann sem snýr að Vogabraut og svo beint af augum inn í salinn. Forráðamenn eru einnig velkomnir. Dagskráin er til...
Innritun að ljúka
Við höfum staðið í ströngu við að innrita nemendur í skólann fyrir næstu önn. Aðsókn í skólann var með ágætum og höfum við innritað 119 nemendur beint úr 10. bekk ásamt fjölda eldri umsækjenda sem innritast í bók- og iðnnám. Einnig verður farið af stað með nýja hópa...
Sumarleyfi
Lokað er í FVA frá 26. júní til 8. ágúst vegna sumarleyfis. Njótið sumarsins öll og við sjáumst hress í haust!
Laust starf
Starfsmaður óskast í ræstingu á húsnæði FVA á dagvinnutíma á starfstíma skólans. Um er að ræða eina 100% stöðu eða tvær 50%. Helstu verkefni og ábyrgð Halda húsnæði FVA hreinu og snyrtilegu Þrif á kennslustofum, salernum og sameiginlegum rýmum Önnur tilfallandi...
Myndir frá brautskráningu 19. maí 2023
Á Facebook-síðu skólans eru glæsilegar myndir frá brautskráningunni 19. maí sl. Sjá hér.
Brautskráning frá FVA
Útskriftarhópurinn vorið 2023 með skólameistara og aðstoðarskólameistara. Í dag, föstudaginn 19. maí 2023, voru 52 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands af níu mismunandi námsbrautum: átta af félagsfræðabraut, þrír af náttúrufræðabraut, átta af opinni...
Dagskrá brautskráningar í FVA
Brautskráð er frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, föstudaginn 19. maí 2023 kl 14 D A G S K R Á Setning: Dröfn Viðarsdóttir, aðstoðarskólameistari Ávarp: Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari Tónlist: Lag eftir Friðrik Dór úr söngleiknum Hlið...
Sveinsbréf afhent
Laugardaginn 13. maí fór fram afhending sveinsbréfa í rafeinda-, raf- og rafveituvirkjun á Hótel Reykjavík Grand við Gullteig í Reykjavík. Metfjöldi iðnaðarmanna fengu sveinsbréfin sín eða um 130 manns, þar af voru um 80 rafvirkjar. Sveinar voru frá öllum...
Laus störf í FVA
Starf heimavistarstjóra FVA hefur verið auglýst. Um er að ræða fjölbreytt starf með ungu fólki sem stundar nám í FVA og býr á heimavistinni. Vaktavinna, íbúð fylgir starfinu. Sækja um hér. Stærðfræðikennari óskast til að kenna áhugasömum og efnilegum nemendum skólans...
Prófsýning og námsmatsviðtöl
Þann 16. maí kl 11.30-12.30 gefst nemendum og forráðamönnum tækifæri til að koma í skólann og skoða prófúrlausnir og námsmat annarinnar með kennara. Verið velkomin!
Brautskráning frá FVA
Brautskráð er frá FVA föstudaginn 19. maí kl 14. Alls eru 52 nemendur á útskriftarlistanum. Útskriftarnemar mæta kl 12 og fá blóm í barm, síðan er myndataka, æfing og létt hádegissnarl. Athöfnin tekur um klukkustund, dagskrá birt þegar nær dregur.Gestir innilega...
Námsmat og próf
Námsmatsdagar og lokapróf í FVA hefjast 8. maí og hefur stundatöflum í INNU verið breytt í samræmi við það. Próftaflan er í INNU og á vef skólans. Það er góður siður að mæta tímanlega til prófs, Á auglýsingatöflum við inngang og upplýsingaskjá er hægt að sjá í hvaða...
Úrslit í stærðfræðikeppni
Í dag fór fram verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni grunnskóla á Vesturlandi. Glæsilegur árangur í harðri keppni. Hér má sjá nöfn þriggja efstu í hverju árgangi og mynd af hópnum. Takk fyrir þátttökuna öll og til hamingju! Norðurál veitti vegleg peningaaverðalaun,...
Afreksíþróttasvið
Afreksíþróttasvið FVA tók til starfa á haustönn 2015 og er sviðið rekið í samstarfi við Akranesbæ og Íþróttabandalag Akraness. Sviðið er ætlað nemendum sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína samhliða...
Dimission í dag
Í dag er dimmision í FVA en þetta framandi orð er komið úr latínu og merkir að senda burt. Útskriftarefni kveðja nú kennara sína og starfsfólk skólans, með trega og tárum, og halda svo burt á vit nýrra ævintýra. Skólinn bauð til morgunverðar kl 8 í salnum og í...
Stærðfræðikeppnin
Hefð er fyrir því að halda stærðfræðikeppni í FVA fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla á Vesturlandi. Keppendur voru í ár samtals 124 úr sex skólum. Úr 8. bekk komu 55 nemendur, úr 9. bekk 28 og úr 10. bekk 41 nemandi. Keppnin gekk vel og voru nemendur ánægðir...
Innritun stendur yfir
Innritun nýnema fyrir næstu önn er í fullum gangi. Opnað hefur verið fyrir umsóknir eldri nemenda í skólann, í bók- og iðnnám í dagskóla, helgarnám í húsasmíði og dreifnám á félagsliða- og sjúkraliðabraut. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur áhuga á námi í FVA,...
Lokasýning Hlið við hlið
Á morgun, sunnudag, verður lokasýning á söngleiknum vinsæla Hlið við hlið með tónlist frá Friðrik Dór. Hér má sjá samantekt Skagafrétta úr sýningunni.
Flæði – Sýning á verkum nemenda
Mismunandi flæði Á sýningunni Mismunandi flæði má sjá vinnu nemenda sem sátu skúlptúráfanga á vorönn. Skúlptúr er ein af megingreinum myndlistar og það ætti ekki að koma á óvart því allir hlutir í kringum okkur og jafnvel við sjálf erum í þrívíðum heimi. Myndlist...
Litir – Sýning á verkum nemenda
Litasýningin Þessi sýning er afrakstur myndlistaráfanga starfsbrautar á vorönn. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna hverfist hún um liti. Litir eru alls staðar í kringum okkur og eru svo stór þáttur af tilveru okkar að við gleymum stundum að gefa þeim gaum. Með...
Aukasýningar á Hlið við hlið
Vegna mikillar eftirspurnar verða tvær aukasýningar á Hlið við hlið, fimmtudagskvöldið 27. apríl kl 20 og sunnudaginn 30. apríl kl 18. Miðasala hér. Algjörlega sturluð skemmtun! Ljósm. Einar Viðarsson
Skelltu sér í Skorradal
Nokkrir nemendur af Starfsbaut skelltu sér í Skorradal. Þar ætla þau að dvelja í rúman sólahring ásamt kennurum sínum og verður gist í Skátafelli, sem er skáli Skátafélags Akraness. Í ferðinni er meðal annars ætlunin að ganga um svæðið sem þau eru búin að vera að læra...
Opið hús!
Minnun á Opið hús, mánudaginn 24 apríl.
Ekki missa af sýningunni „Hlið við hlið“
í gær fór fram önnur sýning leiklistarklúbssins á "Hlið við hlið" og var uppselt eins og frumsýninguna. Næstu sýningar: 20. apríl kl. 20, fimmtudagur - uppselt 21. apríl kl. 20, föstudagur - uppselt 23. apríl kl. 16, sunnudagur - örfáir miðar eftir 25. apríl, kl. 20,...
Opið hús
Opið hús í FVA, mánudaginn 24. april nk kl 17-18.30. Verið öll velkomin! Kynning á bóknámi á sal skólansFulltrúar nemendafélagsins, NFFASöngatriði frá leiklistarklúbbi NFFAKynnisferðir um skólann og í verknámsdeildirStjórnendur og náms- og starfsráðgjafar verða til...
Frumsýning á Hlið við hlið
Þakið ætlaði að rifna af Bíóhöllinni við fagnaðarlætin þegar frumsýningu lauk á söngleiknum Hlið við hlið í gærkvöldi. Þvílík orka, metnaður og sköpunarkraftur! Alls koma 40 manns að sýningunni sem er hin glæsilegasta. Sviðsmyndina hannaði hópurinn sjálfur með aðstoð...
FVA er sigurvegari í FRÍS
Lið FVA er sigurvegari í framhaldsskólaleikum Rafíþróttasambands Íslands! FRÍS, eða Framhaldsskólaleikar RÍSÍ, er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021 þar sem Tækniskólinn stóð uppi sem sigurvegari. Keppnin fór fram í annað...
Páskafrí
Páskaeggjaleitinni er lokið, alls voru falin um 150 egg víðsvegar um skólann í dag. Skrifstofa skólans er lokuð frá mánudeginum 3. apríl og opnar aftur þriðjudaginn 11. apríl þegar kennsla hefst eftir páskafrí skv. stundaskrá. Gleðilega páska!
Hlið við hlið
Leiklistarklúbburinn Melló setur upp söngleikinn Hlið við hlið í Bíóhöllinni og æfir stíft þessa dagana. Leikritið er samið í kringum tónlist eftir Friðrik Dór. Leikstjóri er Einar Viðarsson. Frumsýnt verður laugardaginn 15. apríl og miðasala fer að hefjast. Við erum...
FRÍS annað kvöld
FVA er í undanúrslitunum, líkt og í fyrra. Náðum 2. sæti þá. Fylgist með miðvikudagskvöldið kl 19, æsispennandi keppni.
Söngkeppni framhaldsskólanna
Hin árlega söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði, 1. april nk. Hægt að kaupa miða eða fylgjast með í streymi. Maja Schnell keppir fyrir hönd FVA. Við óskum henni góðs gengis!
Framhaldsskólakennari í ensku
Hjá FVA eru laus til umsóknar staða kennara í ensku. Helstu verkefni og ábyrgð Kennsla, undirbúningur kennslu og námsmat Samstarf í deild og þverfaglegt Skapa hvetjandi og kraftmikið námsumhverfi Hæfniskröfur Háskólapróf í ensku Leyfisbréf kennara Fjölhæfni og...
Fögnum fjölbreytileikanum
Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í...
Tveir keppendur frá FVA á Íslandsmóti
Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram í Laugardalshöll, 16.-18. mars. Tveir nemendur keppa fyrir hönd FVA að þessu sinni, þau Anna Lilja Lárusdóttir og Bergur Breki Stefánsson, nemendur í rafvirkjun. Við óskum ykkur góðs gengis í keppninni! Á sama stað og tíma er...
Mín framtíð 2023
MÍN FRAMTÍÐ er bæði Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning sem er haldin í Laugardalshöll, 16.-18. mars. FVA er með glæsilegan bás á svæðinu, Unnur Jónsdóttir hannaði kynningarefni fyrir okkur og við stöndum vaktina þessa daga ásamt nokkrum...
Lýðræðisfundur nemenda FVA kl 10-12
Lýðræðisfundur nemenda verður haldinn í FVA á morgun, fimmtudaginn 9. mars kl 10-12. Þar færð ÞÚ tækifæri til að hafa áhrif og segja skoðun þína. Búið er að skipa hópstjóra sem stýra umræðum og taka niður minnispunkta sem fara inn í stefnumótunarvinnu skólans. Við...
Kynning og opið hús
Þann 14. apríl bjóðum við í FVA nemendum í 10. bekk grunnskóla á Vesturlandi í heimsókn.Gestir fara í skoðunarferð um skólahúsnæðið þar sem námið í FVA er kynntog lýkur heimsókninni með hádegisverði í boði skólans.Þann 24. apríl, kl. 17 – 18:30 verður opið...
Boð á fund um stefnumótun
Etirfarandi fundarboð hefur verið sent til velunnara og hagaðila FVA. Öllum áhugasömum er frjálst að mæta á fundinn, t.d. forráðamönnum nemenda og nemendum skólans, núverandi og fyrrverandi! Skráning nauðsynleg hjá skólameistara fyrir kl 12 þann 8. mars. Ágæti...
Söngleikur í bígerð
Frá foreldraráði FVA: Leiklistafélagið Melló er núna að setja upp söngleikinn Hlið við hlið sem byggður er á tónlist Frikka Dór. Einar Viðarsson leikstýrir. Búið er að velja í hlutverk, samlestri er lokið og æfingar hafnar. Stefnt er að sýningum fyrir páska. Helgina...
Úrslitakeppni í rafíþróttum hefst í dag
Fyrsta viðureign í 8 liða úrslitakeppni FRÍS verður í dag, miðvikudaginn 1. mars, þar sem lið FVA - Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi mætir Menntaskólinn við Sund Keppt verður í Valorant, CS:GO og Rocket League og hefst veislan klukkan 19:30 þar sem þau Kristján...
Opið hús í FVA
Kynning á FVA fyrir grunnskólanemendur á Vesturlandi fer fram þann 21. apríl nk. Þá er tekið á móti nemendum, farið í kynnisferð um skólann og öllum brennandi fyrirspurnum svarað. Allar nánari upplýsingar hjá áfangastjóra og náms- og starfsráðgjöfum. Nemendur á...
Afrekssvið FVA heimsótti BHS, sjá myndband!
Þann 16. febrúar fóru um 50 nemendur af Afreksíþróttasviði FVA í heimsókn til Afreksíþróttasviðs í Borgarholtsskóla Nemendur tóku sameiginlega styrktar- og liðleikaæfingu ásamt því að knattspyrnuiðkendur, golfarar...
Góðan daginn faggi!
Leiksýningin Góðan daginn faggi! er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur sem slegið hefur í gegn! Nú er leikhópurinn á ferð um landið með sýninguna og kemur í FVA á mánudaginn.Kennarar eru beðnir um að mæta með hópana sína á sal þann 27. febrúar kl 11 og njóta...
Miðannarmat
Föstudagurinn 24. febrúar er námsmatsdagur í FVA. Þann dag eru nemendur kallaðir til kennara eftir þörfum til að vinna verkefni eða taka próf. Á sama tíma ganga kennarar frá miðannarmati, sem er lýsing á stöðu nemandans í hverjum áfanga fyrir sig. Foreldrar og...
Árshátíð NFFA
Á fimmtudagskvöld fer fram árshátíð nemendafélags FVA og verður hátíðin haldin í sal skólans frá kl.18-20 þar sem verður boðið upp á mat og skemmtiatriði. Húsið opnar kl 17.30. Auddi Blö og Steindi jr. sjá um veislustjórn og er spáð miklu fjöri. Kl 22-01 er dansinn...
Opnir dagar 2023
Opnir dagar í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi standa 21.-22. febrúar en slíkt uppbrot á kennslu á sér langa hefð í skólanum. Aldís Ýr og Hildur Karen hafa séð um skipulagið í ár af metnaði og eldmóði. Í boði verður fjöldi viðburða sem hafa það markmið að fræða...
Samskiptasáttmáli í bígerð
Föstudaginn 17. febrúar kl 14:05 er starfsmannafundur í Salnum í FVA. Skólameistari stiklar fyrst á stóru um helstu verkefni sem erú í gangi og snúa að FVA sem fjölmennum vinnustað. Síðan er skipulagt hópastarf um samskipti og sátt um þau. Á fundinum er allt...
Búið er að opna fyrir skráningu á Opna daga!
Mæta með brúsa
Unnið er að því að setja upp vatnsvélar á nokkrum stöðum í FVA til að bæta aðgengi að fersku vatni fyrir nemendur og starfsfólk. Sú stærsta er við aðalinnganginn, hinar eru auðfinnanlegar á báðum hæðum í D- álmu, á C gangi við Gamla sal og við innganginn í hús...
Það styttist í Opna daga
Opnir dagar eru í FVA dagana 21. til 22. febrúar. Á Opnum dögum fellur hefðbundin kennsla niður en nemendur skrá sig á fjóra viðburði að eigin vali. Velja þarf viðburði sem ekki eru á sama tíma. Auglýsingar um viðburði munu hanga uppi fyrir framan matsalinn...
Dagur 2 í Viku SEX
Það var aldeilis fjör í gær þegar Fávitar og Karlmennskan komu og héldu magnaðan fyrirlestur. Hér er dagskráin í dag, stóra spurningin er: Komast Alexander og Páll Óskar gegnum storminn?
Stormur á morgun, 7. febrúar
Búist er við stormi á landinu öllu í fyrramálið. Kennarar sem ekki komast til vinnu á Skaga í fyrramálið vegna veðurs kenna í fjarkennslu (INNU eða Teams) til kl 10.35 þar sem því er við komið. Nemendur eru beðnir um að fylgjast með tölvupóstum í INNU í fyrramálið....
Vika Sex hefst með látum
Dagur eitt í viku sex!
Laust starf í FVA
Okkur vantar öflugan forstöðumann bókasafns pog upplýsingamiðstöðvar skólans. Fjölbreytt og skemmtileg vinna með nemendum og í góðum starfsmannahópi. Best ef þú getur byrjað strax! Sjá nánar hér.
Vika SEX
NFFA hefur skipulagt glæsilega dagskrá í viku sex í tilefni af árlegu kynheilbrigðisátaki í samstarfi við jafnréttisfulltrúa og stoðteymi FVA.Það er ekki kennslufall vegna þessa heldur frjáls mæting á viðburðina: Kennarar, eftir hentugleikum, merkja við í...
Þrískólafundur 1. febrúar
Í FVA er hefð fyrir formlegum fræðslusamstarfsfundi við tvo stóra framhaldskóla á Suður- og Suðvesturlandi; FSU á Selfossi og FS í Keflavík. Á þessum fundi bera kennarar og starfsfólk saman bækur sínar og ræða fagleg og praktísk mál. Að þessu sinni er...
Gestafyrirlesari frá Mannvirkjastofnun
Fimmtudaginn 26. janúar sl. fengu nemendur sjöttu annar í rafvirkjun góðan gest þegar Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur í rafmagnsöryggisteymi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kom í heimsókn. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna nemendum sem eru langt komnir...
Hugarfrelsi og stefnumótun í FVA
Fyrri umferð í innleiðingu hugarfrelsis og stefnumótun í FVA hefst á miðvikudaginn. Þá er engin kennsla í skólanum.Dagskrá: KL8.30 NÁMSKEIÐ Í HUGARFRELSI Kaffihlé um kl 10 Hádegisverður kl 12KL 12.30 STEFNUMÓTUN Í FVA Kaffihlé um kl...
Kennsla fellur niður 25. janúar nk
Miðvikudaginn 25. janúar er engin kennsla í FVA. Starfsfólk skólans er á námskeiði um innleiðingu hugarfrelsis í námi og kennslu og unnið er eftir hádegi að stefnumótun fyrir skólann.
Erlent samstarf í Litháen
Hópur nemenda og tveir kennarar, þær Anna Bjarnadóttir og Helena Valtýsdóttir eru nú í Litháen í alþjóðlegu samtarfi við skóla þar. Ferðin hófst sl. sunnudag. "Við flugum til Vilnius og skoðuðum háskólann þar. Fengum skoðunarferð og fyrirlestur. Síðan fórum við í...
Ball á fimmtudaginn
Dansleikjahald á vegum NFFA er í góðu samstarfi við aðra framhaldsskola á Vesturlandi, MB og FSN. Á fimmtudagiinn er ball í MB og er beðið eftir ballgestum frá FVA með eftirvæntingu.. Á ballinu er öflug og góð gæsla sem meðal annars starfsfólk skólans sinnir sem og...
Glæsileg lokaverkefni
Útskriftarnemar í rafvirkjun í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi gera lokaverkefni í áfanganum VLVV3LR09 sem unnið er að alla önnina. Grein eftir Sævar Berg birtist um þetta í Skessuhorni. Lokaverkefnin á haustönn voru mjög svo metnaðarfull og flott. Hér má sjá...
Velkomin – Gagnlegar upplýsingar til nemenda
Nemendur eru boðin velkomin í skólann og hafa í dag fengið sent í tölvupósti eftirfarandi upplýsingar sem er gott að vita í upphafi annar. Opnað hefur verið fyrir stundatöflu nemenda og hefst kennsla skv. stundaskrá kl. 9:40 á morgun, miðvikudaginn 4. janúar. Nemendur...
Upphaf vorannar
Fyrsti kennarafundur vorannar er 3. janúar kl 9 og er starfsfólki boðið til hádegisverðar í okkar góða mötuneyti að honum loknum. Kennsla hefst 4. janúar skv. stundaskrá. Heimavist opnar kl 17, 3. janúar. Stundatöflusmiðir eru mættir á skrifstofuganginn til að ljúka...
Til nemenda í dreifnámi á vorönn 2023
Nemendum í dreifnámi í húsasmíði og sjúkraliðanámi er bent á að á vef skólans er að finna upplýsingar um kennslufyrirkomulag vorannar 2023. Upplýsingar um kennsluhelgar í dreifnámi í húsasmíði er að finna hér: Húsasmíði – dreifnám - Fjölbrautaskóli Vesturlands...
Opnunartími um jólin
Skrifstofa skólans er opin til 21. desember. Skrifstofa er lokuð milli jóla og nýárs og opnar aftur 2. janúar 2023 kl 10. Hægt er að senda brýn erindi í tölvupósti til skrifstofa@fva.is eða beint til stjórnenda, sjá lista á vef skólans. Starfsfólk FVA óskar nemendum,...
Brautskráð frá FVA
Í dag var brautskráning frá FVA þrátt fyrir ófærð og illviðri. Alls útskrifuðust 54 nemendur frá skólanum af sex námsbrautum. 19 útskriftarnemendur luku burtfararprófi í húsasmíði, einn nemandi lauk bæði burtfararprófi í húsasmíði og viðbótarnámi til stúdentsprófs....