fbpx

Ábyrgð nemenda

Skólanámskrá FVA

Þegar nemandi er innritaður í skólann hefur hann staðfest umsókn sína um skólavist. Um leið samþykkir hann að gangast undir þær skyldur og reglur sem á herðum hans hvíla í skólasamfélaginu. Nemendur mæti samviskusamlega í skólann og sinni náminu eftir því sem fyrir þá er lagt.

Skólinn hefur einnig margvíslegum skyldum að gegna gagnvart nemendum sínum og ber honum að veita þeim ýmiss konar þjónustu.

Um ábyrgð nemenda vísast til 33. gr. a. í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008

Um réttindi og skyldur vísast til 14. kafla í aðalnámskrá framhaldsskóla

Um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins vísast til reglugerðar nr. 326/2016