Annað móðurmál
Skólanámskrá FVA
Þegar nemendur hafa verið innritaðir í FVA kanna náms- og starfsráðgjafar hvort í hópnum séu einstaklingar sem dvalist hafa langdvölum erlendis eða eru af erlendum uppruna og þurfi á aðstoð að halda. Stuðningsáfangi er í boði fyrir þennan hóp og leitað er leiða til að koma til móts við viðkomandi nemendur. Í sumum tilvikum benda náms- og starfsráðgjafar nemendum á þann möguleika að taka stöðupróf í móðurmáli sínu sem er metið til eininga í frjálsu vali eða til eininga í stað annars eða þriðja erlends tungumáls. Sjá móttökuáætlun á vef skólans.