1.4 Innra mat
Skólanámskrá FVA
Viðfangsefni innra mats hjá FVA byggja á lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Þar segir í 40. gr. laganna að markmið mats og eftirlits með skólastarfi skuli vera að:
a) veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks framhaldsskóla, viðtökuskóla, atvinnulífs, foreldra og nemenda,
b) tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá framhaldsskóla,
c) auka gæði skólastarfs, stuðla að umbótum og aukinni ábyrgð skóla á eigin starfi,
d) tryggja að réttindi nemenda séu virt og þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.
Byggt á þessu eru eftirfarandi þættir fastir liðir í vinnu við innra mat:
• Kennslukannanir (mat nemenda á kennslu og námsefni).
• Viðhorfskannanir:
o Mat nemenda og viðhorfi þeirra og forráðamanna nýnema til ýmissa þjónustuþátta (mötuneyti, bókasafn, aðgengismál o.fl.).
o Mat útskrifaðra nemenda (eftir þrjú ár) á líðan, aðbúnaðir og fleira þegar þau voru í skólanum.
• Samtöl (reglubundin starfsmannasamtöl og snerpusamtöl í kjölfar kennslukannana).
• Stofnun ársins.
• Rýni í töluleg gögn og lykiltölur (s.s. gögn úr INNU til að greina aðsókn, gengi í námi o.fl.).
• Ungt fólk, Rannsóknir og greining.
• Skólapúlsinn.