Innritun nemenda og inntökuskilyrði
Skólanámskrá FVA
Þeir sem lokið hafa grunnskólanámi, hafa hlotið jafngilda undirstöðumenntun hafa náð 16 ára aldri eða eru á 16. aldursári eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla.
Innritun nemenda og inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði í nám í dagskóla eru eftirfarandi:
| Braut | Inntökuskilyrði |
| Félagsvísindabraut (FÉL) | Hæfnieinkunn að lágmarki C í íslensku og stærðfræði |
| Framhaldsskólabraut (FRH) | Engin inntökuskilyrði |
| Náttúruvísindabraut (NÁT) | Hæfnieinkunn að lágmarki C í íslensku og B í stærðfræði |
| Opin stúdentsbraut (OS – öll svið) | Hæfnieinkunn að lágmarki C í íslensku og stærðfræði |
| Viðbótarnám til stúdentsprófs (VIS) | Burtfararpróf af iðn- eða starfsnámsbraut með lok á hæfniþrepi 3 |
| Húsasmíði (HÚS) | Hæfnieinkunn að lágmarki C í íslensku og stærðfræði |
| Málm- og véltæknibraut (VÉL) | Hæfnieinkunn að lágmarki C í íslensku og stærðfræði |
| Rafvirkjun (RAF) | Hæfnieinkunn að lágmarki C í íslensku og B í stærðfræði |
| Iðnmeistarabraut | Sveinspróf |
| Starfsbraut (ST4) | Skila þarf viðeigandi greiningargögnum |
Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áföngum í þessum greinum.
Nemendur, sem hafa náð 18 ára aldri, geta sótt um inngöngu á einstakar brautir þótt þeir uppfylli ekki þessar kröfur um námsárangur við lok grunnskóla.
Við val nemenda inn í skólann eða á einstakar brautir er horft til gildandi reglugerðar um innritun nemenda, nr. 1150/2008, og þá forgangsröðun sem þar er lögð til grundvallar. Þegar velja þarf á milli nemenda sem eru á sama stað skv. þeirri forgangsröðun er höfð hliðsjón af einkunnum fyrir ákveðnar námsgreinar og/eða ástundun þegar það á við. Skólameistara er einnig heimilt að fela náms- og starfsráðgjöfum eða áfangastjóra að kalla umsækjendur í viðtal og forgangsraða út frá niðurstöðum úr því.