Verkstjórn í kennslustundum
Skólanámskrá FVA
1. Kennari er verkstjóri í kennslustundum og stjórnar því sem þar fer fram. Það er réttur kennara og nemenda að vinnufriður ríki í kennslustundum.
2. Kennara er heimilt að færa í sundur einstaklinga sem trufla.
3. Kennara er heimilt að vísa nemanda úr kennslustund.
4. Nemendur sem ítrekað trufla vinnufrið í kennslustundum geta átt yfir höfði sér áminningu, sbr. 2. gr. skólareglna.
5. Notkun síma, myndavéla, fartölva, spjaldtölva, snjallúra og tónhlaða er óheimil í kennslustundum án leyfis kennara.